Varaformaður Viðreisnar undrandi á frestun ríkisstjórnar á orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 12:43 Þorsteinn Víglundsson. Fréttablaðið/Eyþór Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira