Einkunnir Íslands: Kári bestur 15. nóvember 2018 21:50 Kári í baráttunni við markaskorarann í kvöld. vísir/getty Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira