Hömlulaus og hamflett í Tvískinnungi Sigríður Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 16:15 Haraldur Ari og Þuríður Blær í hlutverkum sínum. Þuríður er ein af landsins allra hæfileikaríkustu leikkonum. Ónafngreint ungt par hittist í búningapartíi. Hann er Járnmaðurinn. Hún er Svarta ekkjan. Þau fella hugi saman þetta sama kvöld og þá byrjar partíið fyrir alvöru. Knúin áfram af áfengi og eiturlyfjum hefja skötuhjúin ferð í óstöðvandi hringekju ofsafenginnar ástar og fíknar. Í fyrstu er ferðalagið sturlað spennandi en öll eftirpartí enda, mörg ansi illa. Þá er einungis tómið eftir. Tvískinnungur er nýtt íslenskt leikverk eftir Jón Magnús Arnarsson og er einnig hans fyrsta á atvinnusviði. Jóni Magnúsi liggur mikið á hjarta, enda er stór hluti verksins byggður á hans eigin reynslu, og notast hann við mörg sagnaminni, en sagan um Rómeó og Júlíu er ríkjandi sem er endurtekin og snúið á hvolf á sláandi máta. Hann vefur saman karakterþrenningu: Járnmanninum og Svörtu ekkjunni, ónefndu djömmurunum og leikurum sem eru að segja þeirra sögu. Hver paraeining er með sitt eigið tjáningarform og hikar leikskáldið ekki við að nota bundið mál. Textinn er hrár, mörg samtölin hnyttin en forminu er ábótavant og sum atriðin stirðbusaleg. Mörg ný íslensk leikskáld eiga erfitt með að standast freistinguna um að skrifa leikhúsið inn í leikverk sín. Það er ekki þar með sagt að slík aðferð geti ekki bætt við nýrri vídd í textann en það er afar erfitt verk. Hættan er sú að leikskáldið fari að útskýra innihald verksins fyrir áhorfendum frekar en að sýna það í leik eða undirtexta. Að sama skapi eru bæði Frankenstein og Hulk óþarfar persónur. Aldrei er góð vísa of oft kveðin, í þessu tilviki er efnið hæfileikar Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldur og tiltölulega stuttan feril á atvinnusviði er hún ein af landsins allra hæfileikaríkustu leikkonum. Sviðsverund hennar er náttúruleg, afslöppuð og trúverðug, hvort sem hún tekst á við lágstemmda kómík eða tryllingslegt hádrama. Hún hefur þann kost líka að geta verið betri en efnið sem hún hefur úr að spila, það er einungis á færi afar fárra. Andspænis henni á sviðinu stendur Haraldur Ari Stefánsson sem virtist óstyrkur til að byrja með á frumsýningu en ekki er að undra miðað við textaflóðið sem leikararnir verða að hemja og finna réttan farveg. En sá strekkingur mun sjatna með hverri sýningunni. Hann naut sín best þegar lævís húmorinn blómstraði og óx fiskur um hrygg þegar líða tók á sýninguna. Samleikur þeirra ber líka vitni um góða leikstjórn. Það kemur kannski einhverjum á óvart en leikstjóraferill Ólafs Egils er ekki ýkja langur miðað við hversu lengi hann hefur starfað sem leikari en á stuttum tíma hefur hann sett sitt mark á íslenskar sviðslistir. Fyrir hið fyrsta á hann heiður skilið fyrir að sinna ungum leikskáldum eins vel og hann hefur gert á síðustu árum. Jón Magnús og ungu leikararnir tveir njóta hér góðs af reynslu hans, þó að hann eigi stundum erfitt með að láta brotakenndan textann flæða nægilega vel og atriðaskiptin eru stundum of hæg. Stærðarinnar kaðalvefur hangir í miðju sviðsins og endurspeglar ágætlega þær sálarflækjur sem persónur verksins eru að reyna að losa um. Þau príla og hanga og bögglast í böndunum, en sviðshreyfingarnar eru í ágætum höndum Katrínar Ingvadóttur. Stundum virkar þessi útfærsla heftandi en stundum hreinlega syngja atriðin af leikgleði. Búningar Blævar bera af, þá sérstaklega diskópelsinn undir lokin. Litrík leikgervi Margrétar Benediktsdóttur styðja sýninguna vel. Tónlistarval Arnars Inga er einkar gott en ameríska hetjudáðakvikmyndatónlistin slær einhvern veginn rangan tón því það er alltaf augljóst að parið nær aldrei að fela sinn innri sársauka með því að klæða sig upp sem ofurhetjur. Nýjar raddir koma alltof sjaldan fram í íslensku leikhúsi en síðustu og komandi mánuðir boða gott. Tvískinnungur er augljóslega ekki gallalaust verk en ber með sér marga góða kosti og persónulegan tón skáldsins, eitthvað sem hann mun vonandi þróa betur og koma í fastara form á komandi árum.Niðurstaða: Hrá leikhúsupplifun frá nýju og fersku leikskáldi. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ónafngreint ungt par hittist í búningapartíi. Hann er Járnmaðurinn. Hún er Svarta ekkjan. Þau fella hugi saman þetta sama kvöld og þá byrjar partíið fyrir alvöru. Knúin áfram af áfengi og eiturlyfjum hefja skötuhjúin ferð í óstöðvandi hringekju ofsafenginnar ástar og fíknar. Í fyrstu er ferðalagið sturlað spennandi en öll eftirpartí enda, mörg ansi illa. Þá er einungis tómið eftir. Tvískinnungur er nýtt íslenskt leikverk eftir Jón Magnús Arnarsson og er einnig hans fyrsta á atvinnusviði. Jóni Magnúsi liggur mikið á hjarta, enda er stór hluti verksins byggður á hans eigin reynslu, og notast hann við mörg sagnaminni, en sagan um Rómeó og Júlíu er ríkjandi sem er endurtekin og snúið á hvolf á sláandi máta. Hann vefur saman karakterþrenningu: Járnmanninum og Svörtu ekkjunni, ónefndu djömmurunum og leikurum sem eru að segja þeirra sögu. Hver paraeining er með sitt eigið tjáningarform og hikar leikskáldið ekki við að nota bundið mál. Textinn er hrár, mörg samtölin hnyttin en forminu er ábótavant og sum atriðin stirðbusaleg. Mörg ný íslensk leikskáld eiga erfitt með að standast freistinguna um að skrifa leikhúsið inn í leikverk sín. Það er ekki þar með sagt að slík aðferð geti ekki bætt við nýrri vídd í textann en það er afar erfitt verk. Hættan er sú að leikskáldið fari að útskýra innihald verksins fyrir áhorfendum frekar en að sýna það í leik eða undirtexta. Að sama skapi eru bæði Frankenstein og Hulk óþarfar persónur. Aldrei er góð vísa of oft kveðin, í þessu tilviki er efnið hæfileikar Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldur og tiltölulega stuttan feril á atvinnusviði er hún ein af landsins allra hæfileikaríkustu leikkonum. Sviðsverund hennar er náttúruleg, afslöppuð og trúverðug, hvort sem hún tekst á við lágstemmda kómík eða tryllingslegt hádrama. Hún hefur þann kost líka að geta verið betri en efnið sem hún hefur úr að spila, það er einungis á færi afar fárra. Andspænis henni á sviðinu stendur Haraldur Ari Stefánsson sem virtist óstyrkur til að byrja með á frumsýningu en ekki er að undra miðað við textaflóðið sem leikararnir verða að hemja og finna réttan farveg. En sá strekkingur mun sjatna með hverri sýningunni. Hann naut sín best þegar lævís húmorinn blómstraði og óx fiskur um hrygg þegar líða tók á sýninguna. Samleikur þeirra ber líka vitni um góða leikstjórn. Það kemur kannski einhverjum á óvart en leikstjóraferill Ólafs Egils er ekki ýkja langur miðað við hversu lengi hann hefur starfað sem leikari en á stuttum tíma hefur hann sett sitt mark á íslenskar sviðslistir. Fyrir hið fyrsta á hann heiður skilið fyrir að sinna ungum leikskáldum eins vel og hann hefur gert á síðustu árum. Jón Magnús og ungu leikararnir tveir njóta hér góðs af reynslu hans, þó að hann eigi stundum erfitt með að láta brotakenndan textann flæða nægilega vel og atriðaskiptin eru stundum of hæg. Stærðarinnar kaðalvefur hangir í miðju sviðsins og endurspeglar ágætlega þær sálarflækjur sem persónur verksins eru að reyna að losa um. Þau príla og hanga og bögglast í böndunum, en sviðshreyfingarnar eru í ágætum höndum Katrínar Ingvadóttur. Stundum virkar þessi útfærsla heftandi en stundum hreinlega syngja atriðin af leikgleði. Búningar Blævar bera af, þá sérstaklega diskópelsinn undir lokin. Litrík leikgervi Margrétar Benediktsdóttur styðja sýninguna vel. Tónlistarval Arnars Inga er einkar gott en ameríska hetjudáðakvikmyndatónlistin slær einhvern veginn rangan tón því það er alltaf augljóst að parið nær aldrei að fela sinn innri sársauka með því að klæða sig upp sem ofurhetjur. Nýjar raddir koma alltof sjaldan fram í íslensku leikhúsi en síðustu og komandi mánuðir boða gott. Tvískinnungur er augljóslega ekki gallalaust verk en ber með sér marga góða kosti og persónulegan tón skáldsins, eitthvað sem hann mun vonandi þróa betur og koma í fastara form á komandi árum.Niðurstaða: Hrá leikhúsupplifun frá nýju og fersku leikskáldi.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira