Þetta þarf að gerast svo Ísland verði í efsta styrkleikaflokki Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 13:30 Erik Hamrén þarf sigur í kvöld. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sama hvernig fer á móti Belgíu í lokaleik liðsins í Brussel í kvöld. Okkar menn eru stigalausir eftir þrjá leiki og ljóst að þeir verða í B-deildinni þegar annað tímabil Þjóðadeildarinnar verður flautað af stað haustið 2020. Nú snýst allt um undankeppni EM 2020 en dregið verður í riðla fyrir hana annan desember og ráðast styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn af endanlegri stöðu liðanna í Þjóðadeildinni. Efstu tíu liðin í Þjóðadeildinni verða í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2020, næstu tíu lið verða í öðrum styrkleikaflokki og svo koll af kolli. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þar sem að þeir tóku þátt í A-deild Þjóðadeildarinnar og verða því aldrei neðar en í tólfta sæti. Strákarnir okkar geta enn náð topp tíu og verið í efsta flokki í drættinum en það er mjög ólíklegt.Heildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Frakkland 7 stig (3 leikir) 2. Spánn 6 stig (3 leikir) 3. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Sviss 6 stig (3 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Ísland er án stiga og verður því að byrja á því að vinna Belgíu, besta landslið heims, á útivelli til þess að komast í þrjú stig en ekkert minna dugar til þess að enda á meðal tíu efstu þjóðanna. Þetta var orðið ljóst eftir tapið gegn Sviss á Laugardalsvelli í síðasta mánuði en eftir hann þurftu fimm úrslit að falla með okkur og við fengum strax hjálp frá Frakklandi sem kom til baka eftir að lenda 1-0 undir á móti Þýskalandi og vann leikinn. Pólland, Þýskaland og Króatía eru liðin sem Ísland er að reyna að skilja eftir fyrir aftan sig en með sigri Íslands í kvöld eru þau komin í vandræði. Króatar eiga leik gegn Spáni í kvöld og Englandi á sunnudaginn og mega ekki fá meira en eitt stig út úr þeim ef Ísland vinnur Belgíu. Þýskaland á einn leik eftir á móti Hollandi og þar þurfum við hjálp frá Hollendingum sem mega gera jafntefli við þýska liðið ef Ísland vinnur Belgíu. Svo eru það Pólverjarnir sem eiga mjög erfiðan leik eftir á móti Portúgal á útivelil en þar mega þeir bara ekki vinna ef Íslandi tekst að leggja Belgíu að velli í kvöld.Leikirnir sem skipta Ísland máli: 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - PóllandEf Ísland vinnur Belgíu verða... ... Króatar fyrir aftan Ísland ef þeir fá bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. ... Þjóðverjar fyrir aftan Ísland ef þeir vinna ekki Holland. ... Pólland fyrir aftan Ísland ef það vinnur ekki Portúgal. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sama hvernig fer á móti Belgíu í lokaleik liðsins í Brussel í kvöld. Okkar menn eru stigalausir eftir þrjá leiki og ljóst að þeir verða í B-deildinni þegar annað tímabil Þjóðadeildarinnar verður flautað af stað haustið 2020. Nú snýst allt um undankeppni EM 2020 en dregið verður í riðla fyrir hana annan desember og ráðast styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn af endanlegri stöðu liðanna í Þjóðadeildinni. Efstu tíu liðin í Þjóðadeildinni verða í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2020, næstu tíu lið verða í öðrum styrkleikaflokki og svo koll af kolli. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þar sem að þeir tóku þátt í A-deild Þjóðadeildarinnar og verða því aldrei neðar en í tólfta sæti. Strákarnir okkar geta enn náð topp tíu og verið í efsta flokki í drættinum en það er mjög ólíklegt.Heildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Frakkland 7 stig (3 leikir) 2. Spánn 6 stig (3 leikir) 3. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Sviss 6 stig (3 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Ísland er án stiga og verður því að byrja á því að vinna Belgíu, besta landslið heims, á útivelli til þess að komast í þrjú stig en ekkert minna dugar til þess að enda á meðal tíu efstu þjóðanna. Þetta var orðið ljóst eftir tapið gegn Sviss á Laugardalsvelli í síðasta mánuði en eftir hann þurftu fimm úrslit að falla með okkur og við fengum strax hjálp frá Frakklandi sem kom til baka eftir að lenda 1-0 undir á móti Þýskalandi og vann leikinn. Pólland, Þýskaland og Króatía eru liðin sem Ísland er að reyna að skilja eftir fyrir aftan sig en með sigri Íslands í kvöld eru þau komin í vandræði. Króatar eiga leik gegn Spáni í kvöld og Englandi á sunnudaginn og mega ekki fá meira en eitt stig út úr þeim ef Ísland vinnur Belgíu. Þýskaland á einn leik eftir á móti Hollandi og þar þurfum við hjálp frá Hollendingum sem mega gera jafntefli við þýska liðið ef Ísland vinnur Belgíu. Svo eru það Pólverjarnir sem eiga mjög erfiðan leik eftir á móti Portúgal á útivelil en þar mega þeir bara ekki vinna ef Íslandi tekst að leggja Belgíu að velli í kvöld.Leikirnir sem skipta Ísland máli: 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - PóllandEf Ísland vinnur Belgíu verða... ... Króatar fyrir aftan Ísland ef þeir fá bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. ... Þjóðverjar fyrir aftan Ísland ef þeir vinna ekki Holland. ... Pólland fyrir aftan Ísland ef það vinnur ekki Portúgal.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00