Ísland átti tvo fulltrúa í átta manna úrslitum á HM í MMA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 08:45 Björn Þorleifur Þorleifsson. Mynd/Y0outube/Mjölnir MMA Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna MMA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira
Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna
MMA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira