Menning

Aríur úr óperum Verdis tengdar með frásögnum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hrund Ósk og Hrönn beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna í óperum Verdis.
Hrund Ósk og Hrönn beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna í óperum Verdis. Fréttablaðið/Stefán
Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó.

„Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“

Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp.

Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.