Viðreisn segir ríkisstjórnina skera fyrst niður í velferðarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 13:45 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/vilhelm Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum. Alþingi Kjaramál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira