Fær að vera í kringum NBA-stjörnurnar í Dallas Mavericks 14. nóvember 2018 14:30 Elfa Falsdóttir í leik mað Val. Vísir/Anton Körfuboltakonan Elfa Falsdóttir tók sér frí frá körfunni í vetur en er þess í stað að aðstoða NBA-þjálfarann Jenny Boucek í Dallas í Bandaríkjunum. Elfa er í viðtali í Víkurfréttum þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í vetur. Jenny Boucek hefur verið að hasla sér völl sem þjálfari í NBA-deildinni og er ein af fyrstu konunum sem komast svo langt á þjálfaraferlinum. Jenny Boucek varð Íslandsmeistari með Keflavík vorið 1998 en Elfa er frá Keflavík og móðir hennar og Jenny voru liðsfélagar hjá Keflavíkurliðinu. Jenny hefur í gegnum tíðina haldið góðu sambandi við fyrrum liðsfélaga sína í Keflavík. Jenny Boucek er einn af aðstoðarþjálfurum Dallas Mavericks liðsins og það þrátt fyrir að hún sé nýbúin að eignast barn. Hún fékk Elfu til sín til að aðstoða sig með barnið á meðan hún sinnir leikmönnum Dallas Mavericks. „Hún hringdi í mömmu í vor til þess að tilkynna henni að hún ætti von á barni og spurði í gríni hvort að mamma gæti nú ekki lánað henni eina stelpu til að hjálpa sér með barnið, þar sem við erum nú fjórar systurnar,“ segir Elfa í viðtalinu í Víkufréttum. Þær Elfa og Jenny hafa þekkst frá fæðingu Elfu. „Ég aðstoða hana mest megnis við litlu stelpuna hennar sem er einungis tíu vikna en svo hjálpa ég henni líka með alls konar daglega hluti. Hún segir við mig daglega að ég sé ekki bara einhver pössunarpía heldur er ég partur af fjölskyldunni og mér líður mjög vel hérna hjá þeim,“ segir Elfa. Hún hefur fengið að kynnast stjörnum Dallas Mavericks liðsins. „Það er tekið rosa strangt á því að það má enginn koma á æfingar hjá liðinu en þegar ég kom þá var allt liðið í Kína nema tveir leikmenn, þeir DeAndre Jordan og Harrison Barnes, sem voru meiddir. Jenny er með það í samningum sínum að hún ferðast ekki fyrstu sex mánuðina hjá barninu sínu svo hún var eftir í Dallas og þjálfaði þessa tvo leikmenn. Ég kom með á allar þær æfingar og fékk að kynnast þessum leikmönnum frekar vel. DeAndre hefur komið til Íslands og í hvert skipti sem ég hitti hann þá fer hann yfir það með mér hvað það er sem hann elskar við Ísland,“ segir Elfa. Elfa hefur hitt alla leikmenn liðsins og þeir hafa flestir komið og kynnt sig, hún segist ekki kunna við að trufla þá. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Körfuboltakonan Elfa Falsdóttir tók sér frí frá körfunni í vetur en er þess í stað að aðstoða NBA-þjálfarann Jenny Boucek í Dallas í Bandaríkjunum. Elfa er í viðtali í Víkurfréttum þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í vetur. Jenny Boucek hefur verið að hasla sér völl sem þjálfari í NBA-deildinni og er ein af fyrstu konunum sem komast svo langt á þjálfaraferlinum. Jenny Boucek varð Íslandsmeistari með Keflavík vorið 1998 en Elfa er frá Keflavík og móðir hennar og Jenny voru liðsfélagar hjá Keflavíkurliðinu. Jenny hefur í gegnum tíðina haldið góðu sambandi við fyrrum liðsfélaga sína í Keflavík. Jenny Boucek er einn af aðstoðarþjálfurum Dallas Mavericks liðsins og það þrátt fyrir að hún sé nýbúin að eignast barn. Hún fékk Elfu til sín til að aðstoða sig með barnið á meðan hún sinnir leikmönnum Dallas Mavericks. „Hún hringdi í mömmu í vor til þess að tilkynna henni að hún ætti von á barni og spurði í gríni hvort að mamma gæti nú ekki lánað henni eina stelpu til að hjálpa sér með barnið, þar sem við erum nú fjórar systurnar,“ segir Elfa í viðtalinu í Víkufréttum. Þær Elfa og Jenny hafa þekkst frá fæðingu Elfu. „Ég aðstoða hana mest megnis við litlu stelpuna hennar sem er einungis tíu vikna en svo hjálpa ég henni líka með alls konar daglega hluti. Hún segir við mig daglega að ég sé ekki bara einhver pössunarpía heldur er ég partur af fjölskyldunni og mér líður mjög vel hérna hjá þeim,“ segir Elfa. Hún hefur fengið að kynnast stjörnum Dallas Mavericks liðsins. „Það er tekið rosa strangt á því að það má enginn koma á æfingar hjá liðinu en þegar ég kom þá var allt liðið í Kína nema tveir leikmenn, þeir DeAndre Jordan og Harrison Barnes, sem voru meiddir. Jenny er með það í samningum sínum að hún ferðast ekki fyrstu sex mánuðina hjá barninu sínu svo hún var eftir í Dallas og þjálfaði þessa tvo leikmenn. Ég kom með á allar þær æfingar og fékk að kynnast þessum leikmönnum frekar vel. DeAndre hefur komið til Íslands og í hvert skipti sem ég hitti hann þá fer hann yfir það með mér hvað það er sem hann elskar við Ísland,“ segir Elfa. Elfa hefur hitt alla leikmenn liðsins og þeir hafa flestir komið og kynnt sig, hún segist ekki kunna við að trufla þá. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira