Hamrén var hræddur um Arnór er hann skipti til Rússlands Anton Ingi Leifsson skrifar 13. nóvember 2018 22:45 Hamrén ræddi við Gumma Ben í dag. vísir/skjáskot Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var áhyggjufullur um að ákvörðun Arnórs Sigurðssonar að fara frá Svíþjóð til Rússlands hafi komið of snemma. Skagamaðurinn ungi er í íslenska landsliðshópnum í fyrsta skipti en hann hefur farið á kostum síðan hann gekk í raðir CSKA Moskva frá Norrköping í sumar. Hann hefur eðlilega heillað landsliðsþjálfarann en Arnór skoraði meðal annars í Meistaradeildinni gegn Roma í vikunni. Hann bætti svo um betur og skoraði gegn toppliði Zenit í úrvalsdeildinni í Rússlandi um helgina. „Ég sá hann í Svíþjóð áður en ég tók við Íslandi,“ sagði Hamrén í ítarlegu viðtali við Guðmund Benediktsson á hóteli íslenska liðsins í Belgíu í dag þar sem landsliðið býr sig undir leik í Þjóðadeildinni gegn Belgíu á fimmtudag. „Þar sá ég leikmann með mikla hæfileika. Hann heillaði mig í Svíþjóð; svo ungur, svo hæfileikaríkur og svo mikið efni en ég var smá hræddur um að flutningarnir til Moskvu hafi komið of snemma.“ „Maður hef séð dæmi þess að þeir koma til félags og spila ekki. Svo fara þeir á láni og svo eru þeir komnir aftur til félagsins sem þeir byrjuðu hjá en hann fékk tækifærið og er að grípa það.“ „Hann hefur verið góður í þessum leikjum og þegar þú spilar tvo leiki frá byrjun í Meistaradeildinni þá er það frábært að hann tók þetta skref því ef þú spilar í rússnesku úrvalsdeildinni með toppliði og Meistaradeildinni, þá færðu fullt af reynslu.“ Ítarlegt viðtal við Hamren birtist á vef Vísis á morgun. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fyrirliðinn stressaður fyrir að opna sig fyrir þjóðinni Aron Einar Gunnarsson opnar sig í nýrri ævisögu sem kemur út í vikunni. 13. nóvember 2018 16:45 Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var áhyggjufullur um að ákvörðun Arnórs Sigurðssonar að fara frá Svíþjóð til Rússlands hafi komið of snemma. Skagamaðurinn ungi er í íslenska landsliðshópnum í fyrsta skipti en hann hefur farið á kostum síðan hann gekk í raðir CSKA Moskva frá Norrköping í sumar. Hann hefur eðlilega heillað landsliðsþjálfarann en Arnór skoraði meðal annars í Meistaradeildinni gegn Roma í vikunni. Hann bætti svo um betur og skoraði gegn toppliði Zenit í úrvalsdeildinni í Rússlandi um helgina. „Ég sá hann í Svíþjóð áður en ég tók við Íslandi,“ sagði Hamrén í ítarlegu viðtali við Guðmund Benediktsson á hóteli íslenska liðsins í Belgíu í dag þar sem landsliðið býr sig undir leik í Þjóðadeildinni gegn Belgíu á fimmtudag. „Þar sá ég leikmann með mikla hæfileika. Hann heillaði mig í Svíþjóð; svo ungur, svo hæfileikaríkur og svo mikið efni en ég var smá hræddur um að flutningarnir til Moskvu hafi komið of snemma.“ „Maður hef séð dæmi þess að þeir koma til félags og spila ekki. Svo fara þeir á láni og svo eru þeir komnir aftur til félagsins sem þeir byrjuðu hjá en hann fékk tækifærið og er að grípa það.“ „Hann hefur verið góður í þessum leikjum og þegar þú spilar tvo leiki frá byrjun í Meistaradeildinni þá er það frábært að hann tók þetta skref því ef þú spilar í rússnesku úrvalsdeildinni með toppliði og Meistaradeildinni, þá færðu fullt af reynslu.“ Ítarlegt viðtal við Hamren birtist á vef Vísis á morgun.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fyrirliðinn stressaður fyrir að opna sig fyrir þjóðinni Aron Einar Gunnarsson opnar sig í nýrri ævisögu sem kemur út í vikunni. 13. nóvember 2018 16:45 Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Fyrirliðinn stressaður fyrir að opna sig fyrir þjóðinni Aron Einar Gunnarsson opnar sig í nýrri ævisögu sem kemur út í vikunni. 13. nóvember 2018 16:45
Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00
Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45
Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30