Aukin hætta á gróðureldum á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 20:30 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór. Almannavarnir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór.
Almannavarnir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira