Innlent

Stefnuyfirlýsing um öryggis- og varnarmálasamstarf undrituð

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór undirritaði stefnuyfirlýsingu í Osló í dag.
Guðlaugur Þór undirritaði stefnuyfirlýsingu í Osló í dag. Vísir/Getty
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti í dag fund varnarmálaráðherra Norðurlanda um NORDEFCO-samstarfið og fund varnarmálaráðherra norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkja sem haldnir voru í Osló.

Norrænu ráðherrarnir undirrituðu stefnuyfirlýsingu um öryggis- og varnarmálasamstarf ríkjanna á sínum fundi.



Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu
segir að samstarfið hafi vaxið jafnt og þétt síðustu ár og haft er eftir Guðlaugi Þór að ástand öryggismála á norðurslóðum sé bæði flóknara og erfiðara viðfangs en það hefur verið um langt skeið, bæði vegna vaxandi hernaðarumsvifa en líka óhefðbundinna ógna eins og netárása. Það sé því rökrétt að norrænu ríkin auki samstarfs sitt á þessu sviði.

Noregur hefur farið með formennsku Í NORDEFO-samstarfinu undanfarin ár en fundurinn í dag var sá síðasti undir þeirra stjórn. Svíar munu taka við formennskunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×