Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:28 Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn