Lögregla skaut öryggisvörð til bana Andri Eysteinsson skrifar 12. nóvember 2018 21:29 Roberson var tónelskur og stefndi á frama innan lögreglunnar. Twitter/ Pastor Dre Hill Aðfararnótt sunnudags var lögregla kölluð til vegna skothvella á skemmtistaðnum Manny‘s Blue Room í Robbins í nágrenni Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Þegar lögreglu bar að garði hafði öryggisvörður staðarins, hinn 26 ára gamli Jemel Roberson, snúið árásarmann í jörðina og hélt honum föstum niðri. Örskömmu eftir að lögreglu bar að garði hafði lögregluþjónn skotið öryggisvörðinn Roberson til bana.Elti árásarmanninn með skotvopn í hönd Talskona lögreglunnar í Cook sýslu, Sophia Ansari, segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna slagsmála og skotárásar á áðurnefndum skemmtistað, fjórir urðu fyrir skoti í áflogunum. Vitni að nafni Adam Harris tjáði Fox32 að öryggisvörðurinn Roberson hafi elt uppi einn árásarmanna með skotvopn sitt í hönd. Roberson hafði leyfi fyrir skotvopninu. „Öryggisvörðurinn sem var drepinn, hann náði einhverjum og hélt honum niðri með hnénu. Hann var bara að bíða eftir því að lögreglan mætti á svæðið. Ég býst við því að lögreglan hafi haldið að hann væri einn af árásarmönnunum því hann beindi byssu sinni að árásarmanninum“ sagði Harris.„Sáu svartan mann með byssu og drápu hann“ Harris bætti við að nærstaddir hefðu reynt að láta lögreglu vita að Roberson væri öryggisvörður. „En þeir gerðu samt sitt, sáu svartan mann með byssu og drápu hann.“ Vinir Roberson hafa lýst honum sem tónelskum manni sem hafi verið kirkjunnar maður. Roberson var orgelleikari í fjölda kirkna og stefndi á að ganga til liðs við lögregluna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Aðfararnótt sunnudags var lögregla kölluð til vegna skothvella á skemmtistaðnum Manny‘s Blue Room í Robbins í nágrenni Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Þegar lögreglu bar að garði hafði öryggisvörður staðarins, hinn 26 ára gamli Jemel Roberson, snúið árásarmann í jörðina og hélt honum föstum niðri. Örskömmu eftir að lögreglu bar að garði hafði lögregluþjónn skotið öryggisvörðinn Roberson til bana.Elti árásarmanninn með skotvopn í hönd Talskona lögreglunnar í Cook sýslu, Sophia Ansari, segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna slagsmála og skotárásar á áðurnefndum skemmtistað, fjórir urðu fyrir skoti í áflogunum. Vitni að nafni Adam Harris tjáði Fox32 að öryggisvörðurinn Roberson hafi elt uppi einn árásarmanna með skotvopn sitt í hönd. Roberson hafði leyfi fyrir skotvopninu. „Öryggisvörðurinn sem var drepinn, hann náði einhverjum og hélt honum niðri með hnénu. Hann var bara að bíða eftir því að lögreglan mætti á svæðið. Ég býst við því að lögreglan hafi haldið að hann væri einn af árásarmönnunum því hann beindi byssu sinni að árásarmanninum“ sagði Harris.„Sáu svartan mann með byssu og drápu hann“ Harris bætti við að nærstaddir hefðu reynt að láta lögreglu vita að Roberson væri öryggisvörður. „En þeir gerðu samt sitt, sáu svartan mann með byssu og drápu hann.“ Vinir Roberson hafa lýst honum sem tónelskum manni sem hafi verið kirkjunnar maður. Roberson var orgelleikari í fjölda kirkna og stefndi á að ganga til liðs við lögregluna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira