Um þúsund komast ekki að á Reykjalundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 22:00 Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum og meðferðarúrræðum hjá heilbrigðisstofnunum í óundirbúnum fyrirspurna á Alþingi í dag þar sem hann vitnaði í tölur frá landlækni. Nefndi hann liðskiptaaðgerðir sérstaklega sem um þúsund manns bíða eftir að komast í og jafnvel séu sóttar á einkastofur erlendis. Þorsteinn spurði ráðherra hvort til greina kæmi að liðka fyrir því að einkaaðilar framkvæmi slíkar aðgerðir hér á landi en því svaraði ráðherra ekki beint. Álíka margir og bíða eftir liðskiptaaðgerðum bíða eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.Fram kom í máli Svandísar að átaksverkefni um styttingu biðlista ljúki um áramótin en að gert sé ráð fyrir að sambærilegt fjármagn, um 900 milljónir, verði varanlega fest í ramma fjárlaga til styttingar biðlista með nýju frumvarpi til fjárlaga. Birgir Gunnarsson, forstjóri endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi, segir orðið tímabært að endurnýja samning við ríkið en stofnunin getur á ársgrundvelli aðeins tekið við um það bil helmingi þeirra sem þyrftu að komast að. Gildandi samningurkveður á um að stofnunin sinni um 1.050 einstaklingum á ári en beiðnirnar eru um 2.000. Ítarlegra viðtal við Birgi er að finna í spilaranum hér að ofan. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum og meðferðarúrræðum hjá heilbrigðisstofnunum í óundirbúnum fyrirspurna á Alþingi í dag þar sem hann vitnaði í tölur frá landlækni. Nefndi hann liðskiptaaðgerðir sérstaklega sem um þúsund manns bíða eftir að komast í og jafnvel séu sóttar á einkastofur erlendis. Þorsteinn spurði ráðherra hvort til greina kæmi að liðka fyrir því að einkaaðilar framkvæmi slíkar aðgerðir hér á landi en því svaraði ráðherra ekki beint. Álíka margir og bíða eftir liðskiptaaðgerðum bíða eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.Fram kom í máli Svandísar að átaksverkefni um styttingu biðlista ljúki um áramótin en að gert sé ráð fyrir að sambærilegt fjármagn, um 900 milljónir, verði varanlega fest í ramma fjárlaga til styttingar biðlista með nýju frumvarpi til fjárlaga. Birgir Gunnarsson, forstjóri endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi, segir orðið tímabært að endurnýja samning við ríkið en stofnunin getur á ársgrundvelli aðeins tekið við um það bil helmingi þeirra sem þyrftu að komast að. Gildandi samningurkveður á um að stofnunin sinni um 1.050 einstaklingum á ári en beiðnirnar eru um 2.000. Ítarlegra viðtal við Birgi er að finna í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira