Andri Rúnar: Alltaf gaman að eiga afmæli en veit ekki hvort að þeir viti það Anton Ingi Leifsson skrifar 12. nóvember 2018 19:02 Andri Rúnar Bjarnason, framherji Helsingborg, var kallaður inn í landsliðið um helgina vegna meiðsla Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Undanfarnar vikur hafa verið góðar fyrir Andra. Hann var markahæsti maður Helsingborg og einnig valinn besti leikmaður liðsins en liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu í Svíþjóð fyrir tveimur vikum. „Þessi helgi var helvíti góð. Þetta er búið að vera draumi líkast,“ sagði Andri Rúnar i samtali við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem liðið er við undirbúning fyrir leikinn gegn heimamönnum. En átti hann von á því að fá kallið í landsliðið? „Nei, ég átti ekki von á því. Það var óheppilegt að Jóhann Berg meiddist en fyrst að það þurfti einhver að koma inn í staðinn þá er ég ánægður að það sé ég.“ „Þetta er alltaf aftast í hausnum. Það er draumur allra að spila fyrir landsliðið sitt og ég er mjög ánægður með að vera hérna,“ en kappinn á afmæli í dag. Hvernig er að vera afmælisbarnið í hópnum? „Það er alltaf gaman að eiga afmæli. Ég veit ekki hvort að þeir viti það,” sagði Andri og hló. Hvernig líst honum á verkefnið og býst hann við að fá mínútur í komandi leikjum? „Þetta er búið að gerast allt svo hratt að ég hef ekki haft tíma til þess að hugsa út í það. Ég kem hingað til að leggja mig 100% fram og vonandi sýna mitt rétta andlit á æfingum. Það er í raun eina sem ég get gert.“ Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason, framherji Helsingborg, var kallaður inn í landsliðið um helgina vegna meiðsla Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Undanfarnar vikur hafa verið góðar fyrir Andra. Hann var markahæsti maður Helsingborg og einnig valinn besti leikmaður liðsins en liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu í Svíþjóð fyrir tveimur vikum. „Þessi helgi var helvíti góð. Þetta er búið að vera draumi líkast,“ sagði Andri Rúnar i samtali við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem liðið er við undirbúning fyrir leikinn gegn heimamönnum. En átti hann von á því að fá kallið í landsliðið? „Nei, ég átti ekki von á því. Það var óheppilegt að Jóhann Berg meiddist en fyrst að það þurfti einhver að koma inn í staðinn þá er ég ánægður að það sé ég.“ „Þetta er alltaf aftast í hausnum. Það er draumur allra að spila fyrir landsliðið sitt og ég er mjög ánægður með að vera hérna,“ en kappinn á afmæli í dag. Hvernig er að vera afmælisbarnið í hópnum? „Það er alltaf gaman að eiga afmæli. Ég veit ekki hvort að þeir viti það,” sagði Andri og hló. Hvernig líst honum á verkefnið og býst hann við að fá mínútur í komandi leikjum? „Þetta er búið að gerast allt svo hratt að ég hef ekki haft tíma til þess að hugsa út í það. Ég kem hingað til að leggja mig 100% fram og vonandi sýna mitt rétta andlit á æfingum. Það er í raun eina sem ég get gert.“
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira