Á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi eftir að hún fæddi barn nauðgara síns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 08:45 Frá alþjóðadegi kvenna í El Salvador fyrr á árinu þar sem þess var meðal annars krafist að þungunarrof yrði gert löglegt í landinu. vísir/epa Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira