LeBron tróð fyrir sigri Lakers Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:30 Chandler og James fagna í nótt vísir/getty LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106 NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106
NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira