Nýtt hár, sami gamli Agüero Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Aguero fagnar marki sínu vísir/getty Sergio Agüero skartaði aflituðu í leik Manchester City og Manchester United á Etihad í gær. Það að hann hafi skorað gegn United eru hins vegar nýjar fréttir og gamlar. Á 48. mínútu sendi Agüero boltann á Riyad Mahrez, fékk hann aftur hægra megin í vítateignum, þrumaði honum upp í þaknetið og kom City í 2-0. Þetta var áttunda deildarmark Argentínumannsins gegn United síðan hann kom til City sumarið 2011. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í Manchester-slagnum frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en Agüero. Newcastle United (14) og Tottenham (10) eru einu liðin sem hann hefur skorað meira gegn í ensku úrvalsdeildinni. Agüero hefur skorað átta mörk í fyrstu tólf deildarleikjum tímabilsins og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað einu marki meira en Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) og Eden Hazard (Chelsea). Tíu mínútum eftir mark Agüeros í leiknum í gær minnkaði Anthony Martial muninn í 2-1 með marki úr vítaspyrnu. Frakkinn hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð. United hefur sýnt mikla seiglu í síðustu leikjum og verið duglegt að koma til baka eftir að hafa lent undir. Þeir komust þó ekki nær City í gær. Þegar fjórar mínútur voru eftir gulltryggði Ilkay Gündogan sigur heimamanna þegar hann rak smiðshöggið á 44 sendinga sókn. Þótt United hafi hótað því að koma til baka í seinni hálfleik var City miklu sterkara liðið í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Staðan í deildinni segir líka sitt um muninn á þessum tveimur liðum. City er með 32 stig á toppnum, tólf stigum á undan United sem er í 8. sætinu. Í dag er himinn og haf á milli þessara liða. City er ekki bara með miklu fleiri stig heldur búið að skora mun fleiri mörk, 36 gegn 20, og hefur aðeins fengið á sig fimm mörk á móti 21 marki United. Lið José Mourinho fékk á sig 28 mörk allt síðasta tímabil. City hefur haldið uppteknum hætti frá síðasta tímabili þar sem liðið varð Englandsmeistari og sló ótal met. Pep Guardiola slær hvergi af kröfunum þrátt fyrir frábæran árangur í fyrra. Mikill vill meira og það kæmi mikið á óvart ef City myndi ekki verja Englandsmeistaratitilinn sem yrði þá sá fjórði eftir yfirtökuna á félaginu 2008. Agüero hefur verið lykilmaður í velgengni City undanfarin ár og gerir tilkall til þess að vera besti leikmaður í sögu félagsins. Stuðningsmenn City munu allavega aldrei gleyma honum. Markið gegn QPR í lokaumferðinni tímabilið 2011-12 eitt og sér gerir það að verkum. Agüero skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir City og hefur skorað eins og óður maður síðan. Hann er markahæsti leikmaður í sögu City með 210 mörk í aðeins 307 leikjum. Af þessum 210 mörkum hefur 151 komið í ensku úrvalsdeildinni. Leikirnir eru aðeins 218 og hann er því með 0,69 mörk að meðaltali í leik sem er frábær tölfræði. Agüero er áttundi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Bara á þessu tímabili hefur hann hoppað upp úr 13. sæti markalistans í það áttunda. Ef ekki væri fyrir tíð meiðsli væri Agüero eflaust ofar á markalistanum. Hann hefur mest spilað 34 deildarleiki á einu tímabili og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að hann hefur bara einu sinni orðið markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar (2014-15). Og þrátt fyrir stöðuga og góða spilamennsku síðan Agüero kom til City hefur hann aðeins einu sinni verið í liði ársins (2017-18). Argentínski framherjinn virðist líka vera sáttur í Manchester. Hann kvartar ekki yfir veðrinu og hefur látið það vera að daðra við stóru liðin á Spáni eins og svo margir af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar hafa jafnan gert. Agüero ýtir líka allri samkeppni til hliðar. Hann er enn þá aðalframherji City, sjö árum eftir að hann kom til félagsins. Og stundum virðist hreinlega eins og hann leggi bölvun á hina framherja City. Þeir hafa komið og farið en Agüero er alltaf til staðar. Og alltaf skorar hann. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Sergio Agüero skartaði aflituðu í leik Manchester City og Manchester United á Etihad í gær. Það að hann hafi skorað gegn United eru hins vegar nýjar fréttir og gamlar. Á 48. mínútu sendi Agüero boltann á Riyad Mahrez, fékk hann aftur hægra megin í vítateignum, þrumaði honum upp í þaknetið og kom City í 2-0. Þetta var áttunda deildarmark Argentínumannsins gegn United síðan hann kom til City sumarið 2011. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í Manchester-slagnum frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en Agüero. Newcastle United (14) og Tottenham (10) eru einu liðin sem hann hefur skorað meira gegn í ensku úrvalsdeildinni. Agüero hefur skorað átta mörk í fyrstu tólf deildarleikjum tímabilsins og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað einu marki meira en Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) og Eden Hazard (Chelsea). Tíu mínútum eftir mark Agüeros í leiknum í gær minnkaði Anthony Martial muninn í 2-1 með marki úr vítaspyrnu. Frakkinn hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð. United hefur sýnt mikla seiglu í síðustu leikjum og verið duglegt að koma til baka eftir að hafa lent undir. Þeir komust þó ekki nær City í gær. Þegar fjórar mínútur voru eftir gulltryggði Ilkay Gündogan sigur heimamanna þegar hann rak smiðshöggið á 44 sendinga sókn. Þótt United hafi hótað því að koma til baka í seinni hálfleik var City miklu sterkara liðið í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Staðan í deildinni segir líka sitt um muninn á þessum tveimur liðum. City er með 32 stig á toppnum, tólf stigum á undan United sem er í 8. sætinu. Í dag er himinn og haf á milli þessara liða. City er ekki bara með miklu fleiri stig heldur búið að skora mun fleiri mörk, 36 gegn 20, og hefur aðeins fengið á sig fimm mörk á móti 21 marki United. Lið José Mourinho fékk á sig 28 mörk allt síðasta tímabil. City hefur haldið uppteknum hætti frá síðasta tímabili þar sem liðið varð Englandsmeistari og sló ótal met. Pep Guardiola slær hvergi af kröfunum þrátt fyrir frábæran árangur í fyrra. Mikill vill meira og það kæmi mikið á óvart ef City myndi ekki verja Englandsmeistaratitilinn sem yrði þá sá fjórði eftir yfirtökuna á félaginu 2008. Agüero hefur verið lykilmaður í velgengni City undanfarin ár og gerir tilkall til þess að vera besti leikmaður í sögu félagsins. Stuðningsmenn City munu allavega aldrei gleyma honum. Markið gegn QPR í lokaumferðinni tímabilið 2011-12 eitt og sér gerir það að verkum. Agüero skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir City og hefur skorað eins og óður maður síðan. Hann er markahæsti leikmaður í sögu City með 210 mörk í aðeins 307 leikjum. Af þessum 210 mörkum hefur 151 komið í ensku úrvalsdeildinni. Leikirnir eru aðeins 218 og hann er því með 0,69 mörk að meðaltali í leik sem er frábær tölfræði. Agüero er áttundi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Bara á þessu tímabili hefur hann hoppað upp úr 13. sæti markalistans í það áttunda. Ef ekki væri fyrir tíð meiðsli væri Agüero eflaust ofar á markalistanum. Hann hefur mest spilað 34 deildarleiki á einu tímabili og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að hann hefur bara einu sinni orðið markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar (2014-15). Og þrátt fyrir stöðuga og góða spilamennsku síðan Agüero kom til City hefur hann aðeins einu sinni verið í liði ársins (2017-18). Argentínski framherjinn virðist líka vera sáttur í Manchester. Hann kvartar ekki yfir veðrinu og hefur látið það vera að daðra við stóru liðin á Spáni eins og svo margir af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar hafa jafnan gert. Agüero ýtir líka allri samkeppni til hliðar. Hann er enn þá aðalframherji City, sjö árum eftir að hann kom til félagsins. Og stundum virðist hreinlega eins og hann leggi bölvun á hina framherja City. Þeir hafa komið og farið en Agüero er alltaf til staðar. Og alltaf skorar hann.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti