Lífið

Fólkið á Airwaves: Náttúran heillaði mig

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Matthew Moore sat í Hörpu að hvíla sig.
Matthew Moore sat í Hörpu að hvíla sig. Vísir/Þórhildur Erla
Matthew Moore frá Kanada er að hlýja sér og sýpur á heitu tei þegar að blaðamann ber að garði. Matthew er skiptinemi við Háskóla Íslands í eina önn en þetta er í fjórða skiptið sem hann fer á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina.

„Iceland Airwaves er uppáhalds tónlistarhátíðin mín. Ég er frekar vonsvikinn að þá séu ekki fleiri viðburðir í Hörpu eins og hefur verið undanfarin ár,“ segir Matthew.

Matthew ætlaði að sjá Mammút en komst ekki inn. „Ég var mjög spenntur að sjá Agent Fresco og Mammút en komst ekki inn á tónleikana vegna þess að það var svo löng röð,“ segir Matthew.

Matthew nefnir einnig kosti þess að vera með off venue tónleika. „Það er mjög gott að hafa off venue tónleika því það er persónulegra og andrúmsloftið afslappaðra og allir geta farið á off venue,“ segir Matthew.

Þegar hann er spurður út í ástæður þess að hann ákvað að koma til Íslands stendur ekki á svörunum. „Ég féll fyrir menningunni, fólkinu sem er svo vingjarnlegt, kurteist og almennilegt, tónlistin heillaði mig líka. Náttúran er líka alveg einstök,“ segir Matthew.


Tengdar fréttir

Fólkið á Airwaves: Spenntust að sjá Ásgeir og Júníus

CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hún kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.

Fólkið á Airwaves: „Alltaf að uppgötva eitthvað geggjað“

Magnús Örn Thorlacius og Yngvi Rafn Garðarsson Holm meðlimir í hljómsveitinni Vio voru léttir þegar að blaðamaður hitti á þá. Þeir voru nýbúnir að spila og ætluðu sér að hlusta á aðrar hljómsveitir fram eftir kvöldi.

Fólkið á Airwaves: „Besta kvöld lífs míns“

Maren og Mitchell voru bæði enn að jafna sig eftir að hafa séð Eivöru í annað skiptið á hátíðinni. Maren er upprunalega frá Alaska en býr nú í Denver í Coloradoríki í Bandaríkjunum en Mitchell er frá Chicago. Þetta er fyrsta Iceland Airwaves hátíð þeirra beggja.

Fólkið á Airwaves: „Gaman að sjá borgina lifna við“

Jim og Eric sátu og spjölluðu saman þegar að blaðamaður sveif á þá. Þetta er þriðja Iceland Airwaves hátíð Erics en fyrsta fyrir Jim. Þetta er aftur á móti í fjórða skiptið sem að Eric sækir landið heim og annað skiptið sem Jim kemur með honum. Þeir eru báðir frá Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.