Telur könnun SA grímulausan áróður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar. Borið hefur á uppsögnum fyrirtækja síðustu mánuði en samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna hefur 3.100 starfsmönnum verið sagt upp síðustu þrjá mánuði, þar af 2.600 síðustu þrjátíu daga. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin áætla að 2.800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. Ragnar segir könnunina illa framsetta. „Samtök atvinnulífsins hafa verið að kalla eftir ábyrgari umræðu. Við séum að nálgast hlutina á uppbyggilegri nótum. Þetta kom því á óvart og er dapurlegt,“ segir Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar voru með fyrirvara um að ekki var spurt um nýráðningar eða áform um ráðningar. Ragnar setur spurningamerki við þá framsetningu og bendir á að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 3.100 nú í september en 7.400 í janúar. Atvinnuleysi sé því í heildina á litið lítið hér á landi.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/VilhelmDrífa segir könnunina ekki koma sér á óvart og að tónn Samtaka atvinnulífsins hafi hingað til verið sá að allt sé á niðurleið. „Samtök atvinnulífsins hafa ekki komið með neinar raunverulegar lausnir, eða tillögur að lausnum. Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að lausnunum í staðin fyrir að draga upp dökka mynd af samfélaginu,“ segir hún og Ragnar bætir við að verkalýðshreyfingin vilji að lífsgæðin hér verði með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Við eigum að þétta raðirnar frekar um að bæta samfélagið í staðinn fyrir að standa í svona óþolandi og grímulausum áróðri eins og Samtök atvinnulífsins eru uppvísa að því að gera,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar. Borið hefur á uppsögnum fyrirtækja síðustu mánuði en samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna hefur 3.100 starfsmönnum verið sagt upp síðustu þrjá mánuði, þar af 2.600 síðustu þrjátíu daga. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin áætla að 2.800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. Ragnar segir könnunina illa framsetta. „Samtök atvinnulífsins hafa verið að kalla eftir ábyrgari umræðu. Við séum að nálgast hlutina á uppbyggilegri nótum. Þetta kom því á óvart og er dapurlegt,“ segir Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar voru með fyrirvara um að ekki var spurt um nýráðningar eða áform um ráðningar. Ragnar setur spurningamerki við þá framsetningu og bendir á að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 3.100 nú í september en 7.400 í janúar. Atvinnuleysi sé því í heildina á litið lítið hér á landi.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/VilhelmDrífa segir könnunina ekki koma sér á óvart og að tónn Samtaka atvinnulífsins hafi hingað til verið sá að allt sé á niðurleið. „Samtök atvinnulífsins hafa ekki komið með neinar raunverulegar lausnir, eða tillögur að lausnum. Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að lausnunum í staðin fyrir að draga upp dökka mynd af samfélaginu,“ segir hún og Ragnar bætir við að verkalýðshreyfingin vilji að lífsgæðin hér verði með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Við eigum að þétta raðirnar frekar um að bæta samfélagið í staðinn fyrir að standa í svona óþolandi og grímulausum áróðri eins og Samtök atvinnulífsins eru uppvísa að því að gera,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira