Telur könnun SA grímulausan áróður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar. Borið hefur á uppsögnum fyrirtækja síðustu mánuði en samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna hefur 3.100 starfsmönnum verið sagt upp síðustu þrjá mánuði, þar af 2.600 síðustu þrjátíu daga. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin áætla að 2.800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. Ragnar segir könnunina illa framsetta. „Samtök atvinnulífsins hafa verið að kalla eftir ábyrgari umræðu. Við séum að nálgast hlutina á uppbyggilegri nótum. Þetta kom því á óvart og er dapurlegt,“ segir Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar voru með fyrirvara um að ekki var spurt um nýráðningar eða áform um ráðningar. Ragnar setur spurningamerki við þá framsetningu og bendir á að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 3.100 nú í september en 7.400 í janúar. Atvinnuleysi sé því í heildina á litið lítið hér á landi.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/VilhelmDrífa segir könnunina ekki koma sér á óvart og að tónn Samtaka atvinnulífsins hafi hingað til verið sá að allt sé á niðurleið. „Samtök atvinnulífsins hafa ekki komið með neinar raunverulegar lausnir, eða tillögur að lausnum. Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að lausnunum í staðin fyrir að draga upp dökka mynd af samfélaginu,“ segir hún og Ragnar bætir við að verkalýðshreyfingin vilji að lífsgæðin hér verði með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Við eigum að þétta raðirnar frekar um að bæta samfélagið í staðinn fyrir að standa í svona óþolandi og grímulausum áróðri eins og Samtök atvinnulífsins eru uppvísa að því að gera,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar. Borið hefur á uppsögnum fyrirtækja síðustu mánuði en samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna hefur 3.100 starfsmönnum verið sagt upp síðustu þrjá mánuði, þar af 2.600 síðustu þrjátíu daga. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin áætla að 2.800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. Ragnar segir könnunina illa framsetta. „Samtök atvinnulífsins hafa verið að kalla eftir ábyrgari umræðu. Við séum að nálgast hlutina á uppbyggilegri nótum. Þetta kom því á óvart og er dapurlegt,“ segir Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar voru með fyrirvara um að ekki var spurt um nýráðningar eða áform um ráðningar. Ragnar setur spurningamerki við þá framsetningu og bendir á að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 3.100 nú í september en 7.400 í janúar. Atvinnuleysi sé því í heildina á litið lítið hér á landi.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/VilhelmDrífa segir könnunina ekki koma sér á óvart og að tónn Samtaka atvinnulífsins hafi hingað til verið sá að allt sé á niðurleið. „Samtök atvinnulífsins hafa ekki komið með neinar raunverulegar lausnir, eða tillögur að lausnum. Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að lausnunum í staðin fyrir að draga upp dökka mynd af samfélaginu,“ segir hún og Ragnar bætir við að verkalýðshreyfingin vilji að lífsgæðin hér verði með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Við eigum að þétta raðirnar frekar um að bæta samfélagið í staðinn fyrir að standa í svona óþolandi og grímulausum áróðri eins og Samtök atvinnulífsins eru uppvísa að því að gera,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira