Verður United fyrst liða til að vinna meistarana? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2018 11:30 Romelu Lukaku vísir/getty Klukkan 16.30 á morgun flautar Anthony Taylor til leiks hjá Manchester-liðunum, City og United, á Etihad. Þetta er lokaleikur 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar og sá síðasti fyrir landsleikjahlé. City hefur byrjað þetta tímabil eins og liðið endaði það síðasta; með því að vinna leiki og skora haug af mörkum. Strákarnir hans Peps Guardiola hafa unnið níu af fyrstu ellefu deildarleikjum sínum og gert tvö jafntefli. City hefur skorað 33 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. City hefur unnið sex leiki í röð í öllum keppnum með markatölunni 23-1. Það er því yfir litlu að kvarta, inni á vellinum allavega. Það hefur gustað hressilega um United, eða réttara sagt José Mourinho. En úrslitin í síðustu leikjum hafa verið góð. United hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum. Stærsti sigurinn kom gegn Juventus á miðvikudaginn. Enska liðið lenti undir en tryggði sér sigurinn með því að skora tvö mörk undir lokin. United hefur raunar lent undir í fimm af síðustu sex leikjum sínum en aðeins tapað einum þeirra. United lenti einmitt undir í síðasta leik sínum á Etihad en kom til baka, vann og frestaði því að City fagnaði Englandsmeistaratitlinum. Það var einn af fáum hápunktum á frekar auðgleymanlegu tímabili hjá United sem endaði 19 stigum á eftir grönnum sínum. Guardiola og Mourinho hafa marga hildina háð og oft hefur verið stirt á milli þeirra. Þeir hafa þó að mestu haldið sig á mottunni síðan þeir tóku við Manchester-liðunum sumarið 2016. Lið undir stjórn Guardiola og Mourinho hafa mæst 21 sinni. Spánverjinn hefur yfirhöndina í leikjum þeirra á milli. Hann hefur unnið tíu leiki, Mourinho fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Klukkan 16.30 á morgun flautar Anthony Taylor til leiks hjá Manchester-liðunum, City og United, á Etihad. Þetta er lokaleikur 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar og sá síðasti fyrir landsleikjahlé. City hefur byrjað þetta tímabil eins og liðið endaði það síðasta; með því að vinna leiki og skora haug af mörkum. Strákarnir hans Peps Guardiola hafa unnið níu af fyrstu ellefu deildarleikjum sínum og gert tvö jafntefli. City hefur skorað 33 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. City hefur unnið sex leiki í röð í öllum keppnum með markatölunni 23-1. Það er því yfir litlu að kvarta, inni á vellinum allavega. Það hefur gustað hressilega um United, eða réttara sagt José Mourinho. En úrslitin í síðustu leikjum hafa verið góð. United hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum. Stærsti sigurinn kom gegn Juventus á miðvikudaginn. Enska liðið lenti undir en tryggði sér sigurinn með því að skora tvö mörk undir lokin. United hefur raunar lent undir í fimm af síðustu sex leikjum sínum en aðeins tapað einum þeirra. United lenti einmitt undir í síðasta leik sínum á Etihad en kom til baka, vann og frestaði því að City fagnaði Englandsmeistaratitlinum. Það var einn af fáum hápunktum á frekar auðgleymanlegu tímabili hjá United sem endaði 19 stigum á eftir grönnum sínum. Guardiola og Mourinho hafa marga hildina háð og oft hefur verið stirt á milli þeirra. Þeir hafa þó að mestu haldið sig á mottunni síðan þeir tóku við Manchester-liðunum sumarið 2016. Lið undir stjórn Guardiola og Mourinho hafa mæst 21 sinni. Spánverjinn hefur yfirhöndina í leikjum þeirra á milli. Hann hefur unnið tíu leiki, Mourinho fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn