Forsætisráðherra segir ummæli Miðflokksmanna dapurleg Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2018 15:45 Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, rifjar upp að MeToo-byltingin hafi byrjað fyrir ári. Þar hafi konur í stjórnmálum ekki hvað síst átt frumkvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upplifun af kynbundinni orðræðu og kynferðislegri áreitni. „Það er dapurlegt að skynja þessi viðhorf ekki síst í garð stjórnmálakvenna sem skína út úr þessum samtölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þingmennirnir hafi ekki verið í opinberum erindagjörðum hafi þeir verið innan um almenning þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli. „Okkur ber skylda til að umgangast embætti okkar af virðingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórnmálamenn og okkur þingmenn. Þetta mun hafa áhrif á virðingu Alþingis og virðingu stjórnmálanna og það er mjög dapurlegt,“ segir forsætisráðherra. Þetta muni einnig hafa áhrif á samskipti fólks og flokka í þinginu. Þetta afhjúpi það kynbundna orðalag sem vakin hafi verið athygli á í me-too byltingunni gagnvart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kannist við. „Þar sem er talað um stjórnmálakonur með tilteknum hætti. Mjög niðrandi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auðvitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafnréttisátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auðvitað er þetta eitthvað sem maður kannast við,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þeir þingmenn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregðist við.Siðareglur ná út fyrir veggi þingshússins Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir alls ekki eðilegt að þingmenn tali með þessum hætti um samþingsmenn sína. „Þetta er óafsakanlegt og óverjandi, það orðbragð sem þarna virðist hafa verið notað. Alveg sérstaklega sorglegt að sjá svona talað um konur í stjórnmálum,“ segir forseti Alþingis. Þetta verði rætt í forsætisnefnd, væntanlega á vettvangi formanna þingflokka og jafnvel í þingsal. Siðareglur Alþingis kveði á um að þingmenn tali hver um annan af virðingu.Siðareglurnar almennt. Gilda þær bara hér innanhúss eða ná siðareglur þingmanna út fyrir veggi Alþingishússins? „Já, þær gera það og við gerðum það mjög fortakslaust í breytingum síðastliðinn vetur. Einmitt í framhaldi af metoo hreyfingunni. Að þeir þættir siðareglnanna gilda um þingmenn alls staðar sem þeir eru sem þingmenn og á almannafæri,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Katrín ræddi einnig málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, rifjar upp að MeToo-byltingin hafi byrjað fyrir ári. Þar hafi konur í stjórnmálum ekki hvað síst átt frumkvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upplifun af kynbundinni orðræðu og kynferðislegri áreitni. „Það er dapurlegt að skynja þessi viðhorf ekki síst í garð stjórnmálakvenna sem skína út úr þessum samtölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þingmennirnir hafi ekki verið í opinberum erindagjörðum hafi þeir verið innan um almenning þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli. „Okkur ber skylda til að umgangast embætti okkar af virðingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórnmálamenn og okkur þingmenn. Þetta mun hafa áhrif á virðingu Alþingis og virðingu stjórnmálanna og það er mjög dapurlegt,“ segir forsætisráðherra. Þetta muni einnig hafa áhrif á samskipti fólks og flokka í þinginu. Þetta afhjúpi það kynbundna orðalag sem vakin hafi verið athygli á í me-too byltingunni gagnvart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kannist við. „Þar sem er talað um stjórnmálakonur með tilteknum hætti. Mjög niðrandi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auðvitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafnréttisátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auðvitað er þetta eitthvað sem maður kannast við,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þeir þingmenn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregðist við.Siðareglur ná út fyrir veggi þingshússins Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir alls ekki eðilegt að þingmenn tali með þessum hætti um samþingsmenn sína. „Þetta er óafsakanlegt og óverjandi, það orðbragð sem þarna virðist hafa verið notað. Alveg sérstaklega sorglegt að sjá svona talað um konur í stjórnmálum,“ segir forseti Alþingis. Þetta verði rætt í forsætisnefnd, væntanlega á vettvangi formanna þingflokka og jafnvel í þingsal. Siðareglur Alþingis kveði á um að þingmenn tali hver um annan af virðingu.Siðareglurnar almennt. Gilda þær bara hér innanhúss eða ná siðareglur þingmanna út fyrir veggi Alþingishússins? „Já, þær gera það og við gerðum það mjög fortakslaust í breytingum síðastliðinn vetur. Einmitt í framhaldi af metoo hreyfingunni. Að þeir þættir siðareglnanna gilda um þingmenn alls staðar sem þeir eru sem þingmenn og á almannafæri,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Katrín ræddi einnig málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21