Tómlát leit að tilgangi Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 16:00 Leikhópurinn gerir sitt til að ýta þessari orðasúpu í einhvers konar farveg. Kassinn á Lindargötunni hefur oft þjónað sem tilraunasvið fyrir Þjóðleikhúsið og þar hafa fæðst margar eftirminnilegar og framúrstefnulegar sýningar. Aftur á móti hefur verið fremur dapurlegt um þar að litast í haust og ekki skánar ástandið með Insomnia, samstarfsverkefni hússins með leikhópnum Stertabendu, sem frumsýnt var um miðjan nóvember. Grunnhugmynd Insomnia er að taka amerísku gamanþættina Friends hugmyndafræðilega í sundur, velta upp spurningum um innihald þeirra og samfélagsleg áhrif. Á blaði hljóma áformin áhugaverð þar sem sjónvarpsþættirnir höfðu óneitanlega áhrif á heila kynslóð á meðan þeir voru í sýningu og mun lengur. En ef Friends-þáttaröðin átti að vera fyrirboði um hnignun vestrænnar menningar, líkt og einn menningarspekúlant setti fram, hvaða þýðingu hefur það fyrir samtíma okkar núna? Spurningar á borð við þessa setur Stertabenda fram í Insomnia en misheppnast algjörlega að skoða og svara af einhverri dýpt. Handrit Amalie Olesen, skrifað í samstarfi við leikhópinn, er handahófskennt samsafn af hugmyndum sem skortir kjarna og ritskoðun því Insomnia er bæði agalaus og of löng miðað við efnistök. Sýningin byrjar á rökræðum óræðra persóna sem reika á milli þess að fjalla um tilgang lífsins og mannleg gildi. Síðan skiptir framvindan algjörlega um gír, stíllinn umbreytist og umræður um staðalímyndir í bland við tráma tilvistarinnar hefjast. En hugmyndir verða að fara eitthvað, gefa einhverja nýja sýn á heiminn eða snúa upp á sviðslistaformið. Sumar vísanir og tilvitnanir í þættina vinalegu voru líka hreinlega rangar. Upphaflega átti Shiny Happy People með R.E.M að vera byrjunarstef þáttanna ekki It’s the End of the World as We Know It (And I Feel Fine) eins og gefið er til kynna í sýningunni. Óljóst er hver tilgangurinn er með þessari breytingu, hvort hún hafi verið viljandi gerð eða dæmi um gallaða rannsóknarvinnu. Leikhópurinn gerir sitt til að ýta þessari orðasúpu í einhvers konar farveg en gengur misvel. María Heba opnar sýninguna með langri einræðu sem byrjar ágætlega en kraftur hennar fjarar út samhliða sýningunni. Bjarna tekst stundum að stuða orku í hópinn en oftar en ekki er það á baki staðalímynda og klisja. Þorleifur var ekki í takti við leikhópinn til að byrja með en fann síðan stöðugleika þegar hann fékk skýrara hlutverk. Tinna situr uppi með mest óspennandi karakterinn og verst skrifaða hlutverkið, ef hlutverk skyldi kalla, og uppsker samkvæmt því. Sigríður Eir og Vala, Hljómsveitin Eva, taka virkan þátt í sýningunni og sjá um tónlistina en eru fastar í sömu hugmyndasúpunni, þar sem er stöðugt gripið í húmorinn til að bragðbæta eða bjarga því sem mögulegt er. Gréta Kristín er að stíga sín fyrstu skref sem leikstjóri á sviði og sýnir metnað með efnistökum en missir sýninguna úr höndum sér nánast frá byrjun. Fábrotin leikmynd og einfaldir búningar verða til þess að allur fókus er á handritið og leikaravinnuna. Afbygging er verkfæri sem hægt er að nota við ákveðnar aðstæður en ekki efniviður í heila sýningu. Leikstíllinn sem virðist vera bendlaður við þessa afbyggingu er oftar en ekki á kaldhæðnu eða sniðugu nótunum, líkt og leikararnir séu alltaf að sviðsetja sjálfa sig fremur en að sviðsetja merkingarbært efni. Slík nálgun er afskaplega þreytandi og sjálfhverf. Sýningar og hugmyndafræðilegt innihald þeirra verður að rækta, þróa og sviðsetja þannig að einhver nýr skilningur blómstri hjá áhorfendum úti í sal. Samstarfsverkefni stóru leikhúsanna geta verið frábært stökkbretti fyrir ungt sviðslistafólk en stuðningur verður að vera bæði í formi tækifæra og regluverks. Insomnia vekur upp fáar spurningar, fyrir utan kannski af hverju þessu verkefni var ýtt úr vör til að byrja með, og enn færri svör.Niðurstaða: Tilraunasýning á formlausum villigötum. Leikhús Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kassinn á Lindargötunni hefur oft þjónað sem tilraunasvið fyrir Þjóðleikhúsið og þar hafa fæðst margar eftirminnilegar og framúrstefnulegar sýningar. Aftur á móti hefur verið fremur dapurlegt um þar að litast í haust og ekki skánar ástandið með Insomnia, samstarfsverkefni hússins með leikhópnum Stertabendu, sem frumsýnt var um miðjan nóvember. Grunnhugmynd Insomnia er að taka amerísku gamanþættina Friends hugmyndafræðilega í sundur, velta upp spurningum um innihald þeirra og samfélagsleg áhrif. Á blaði hljóma áformin áhugaverð þar sem sjónvarpsþættirnir höfðu óneitanlega áhrif á heila kynslóð á meðan þeir voru í sýningu og mun lengur. En ef Friends-þáttaröðin átti að vera fyrirboði um hnignun vestrænnar menningar, líkt og einn menningarspekúlant setti fram, hvaða þýðingu hefur það fyrir samtíma okkar núna? Spurningar á borð við þessa setur Stertabenda fram í Insomnia en misheppnast algjörlega að skoða og svara af einhverri dýpt. Handrit Amalie Olesen, skrifað í samstarfi við leikhópinn, er handahófskennt samsafn af hugmyndum sem skortir kjarna og ritskoðun því Insomnia er bæði agalaus og of löng miðað við efnistök. Sýningin byrjar á rökræðum óræðra persóna sem reika á milli þess að fjalla um tilgang lífsins og mannleg gildi. Síðan skiptir framvindan algjörlega um gír, stíllinn umbreytist og umræður um staðalímyndir í bland við tráma tilvistarinnar hefjast. En hugmyndir verða að fara eitthvað, gefa einhverja nýja sýn á heiminn eða snúa upp á sviðslistaformið. Sumar vísanir og tilvitnanir í þættina vinalegu voru líka hreinlega rangar. Upphaflega átti Shiny Happy People með R.E.M að vera byrjunarstef þáttanna ekki It’s the End of the World as We Know It (And I Feel Fine) eins og gefið er til kynna í sýningunni. Óljóst er hver tilgangurinn er með þessari breytingu, hvort hún hafi verið viljandi gerð eða dæmi um gallaða rannsóknarvinnu. Leikhópurinn gerir sitt til að ýta þessari orðasúpu í einhvers konar farveg en gengur misvel. María Heba opnar sýninguna með langri einræðu sem byrjar ágætlega en kraftur hennar fjarar út samhliða sýningunni. Bjarna tekst stundum að stuða orku í hópinn en oftar en ekki er það á baki staðalímynda og klisja. Þorleifur var ekki í takti við leikhópinn til að byrja með en fann síðan stöðugleika þegar hann fékk skýrara hlutverk. Tinna situr uppi með mest óspennandi karakterinn og verst skrifaða hlutverkið, ef hlutverk skyldi kalla, og uppsker samkvæmt því. Sigríður Eir og Vala, Hljómsveitin Eva, taka virkan þátt í sýningunni og sjá um tónlistina en eru fastar í sömu hugmyndasúpunni, þar sem er stöðugt gripið í húmorinn til að bragðbæta eða bjarga því sem mögulegt er. Gréta Kristín er að stíga sín fyrstu skref sem leikstjóri á sviði og sýnir metnað með efnistökum en missir sýninguna úr höndum sér nánast frá byrjun. Fábrotin leikmynd og einfaldir búningar verða til þess að allur fókus er á handritið og leikaravinnuna. Afbygging er verkfæri sem hægt er að nota við ákveðnar aðstæður en ekki efniviður í heila sýningu. Leikstíllinn sem virðist vera bendlaður við þessa afbyggingu er oftar en ekki á kaldhæðnu eða sniðugu nótunum, líkt og leikararnir séu alltaf að sviðsetja sjálfa sig fremur en að sviðsetja merkingarbært efni. Slík nálgun er afskaplega þreytandi og sjálfhverf. Sýningar og hugmyndafræðilegt innihald þeirra verður að rækta, þróa og sviðsetja þannig að einhver nýr skilningur blómstri hjá áhorfendum úti í sal. Samstarfsverkefni stóru leikhúsanna geta verið frábært stökkbretti fyrir ungt sviðslistafólk en stuðningur verður að vera bæði í formi tækifæra og regluverks. Insomnia vekur upp fáar spurningar, fyrir utan kannski af hverju þessu verkefni var ýtt úr vör til að byrja með, og enn færri svör.Niðurstaða: Tilraunasýning á formlausum villigötum.
Leikhús Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira