„Síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2018 10:30 Þórunn og Harry eiga í dag eina stúlku. Þeir sem fylgjast með lífstílsbloggurum þekkja eflaust Þórunni Ívarsdóttur flugfreyju en hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd að segja frá sjúkdómi sínum sem kallast endómetríósa, þeim áhrifum sem hann hefur og erfileikunum við það að eignast barn. Sindri Sindrason ræddi við Þórunni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er 29 ára í dag og þegar ég var 25 ára var ég greind með endómetríósu og var ég búin að finna fyrir einkennum síðan ég var svona 21 árs,“ segir Þórunn. „Ég var eitthvað búin að google því ég var svo sárþjáð þegar ég var með þessi einkenni. Ég endaði oft á heimasíðu samtaka um endómetríósu en síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið og það eina sem ég hugsaði er að núna hringi ég á sjúkrabíl.“Mikið áfall Legslímuflakk eða endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegur kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Frumurnar sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærunum og mynda þar legslímuflakk sem síðan veldur bólgum og blöðrumyndun. Frumurnar í legslímuflakki bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkt og þær gera á sínum eðlilega stað í leginu og blæðingar eiga sér stað. Í staðinn fyrir að fara út úr líkamanum kemst blóðið ekki í burtu og myndast oft blöðrur á þessum stöðum.Þórunn opnar sig um sjúkdóminn.„Fyrsta aðgerðin var gerð 2015 og hún er bara gerð til að greina sjúkdóminn og þá er bara rétt verið að skoða því læknar vilja sjá sjúkdóminn. Þarna fer ég í aðgerð til að greina sjúkdóminn og er aðeins verið að brenna fyrir einhverja samgróninga. Maður er eiginlega bara á getnaðarvörn til að halda þessu niðri þangað til maður fer í aðgerð. Læknirinn segir við mig að ég ætti strax að fara huga að barneignum því það gæti orðið vandamál. Þarna fer ég í algjört áfall og aldrei vitað að þetta yrði eitthvað vandamál.“ Hún segir að þarna hafi hún verið í sambandi með Harry Sampsted í um eitt ár. „Þetta var rosalega snemmt í okkar sambandi en ég verð ólétt strax en ég missi þá fóstur. Þó að þetta hafi verið ógeðslega leiðinlegt þá var alltaf smá vonarglæta að þetta myndi ganga.“Hefur hjálpað fjölmörgum konum Þarna var Þórunn búin að fara í eina aðgerð og fór síðan í aðra árið 2017. „Legið mitt var eiginlega samgróið við ristilinn og þar er verið að losa allt í sundur. Þar er farið inn í eggjastokk, blaðra tekin og allt gert og ég hef eiginlega verið einkennalaus síðan,“ segir Þórunn og bætir við að þarna hafi þau aftur reynt að verða ólétt. Þeim var bent á það að reyna í þrjá mánuði en síðan væri sniðugt að athuga með aðra möguleika eins og glasa frjóvgun. Eftir tæplega þrjá mánuði varð Þórunn síðan ólétt og gleðin því mikil. Þórunn vill opna umræðuna um þennan nýviðurkennda sjúkdóm. „Fyrir konur sem eru kannski yngri en ég og vita ekki hvað er að hrjá þær. Ég veit það nú þegar að ég er búin að hjálpa ótrúlega mörgum konum eftir að ég opnaði mig með þetta. Það er ekkert eðlilegt að vera með brjálæðislega mikla túrverki svo þú getir ekki stundað vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Þórunni. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Þeir sem fylgjast með lífstílsbloggurum þekkja eflaust Þórunni Ívarsdóttur flugfreyju en hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd að segja frá sjúkdómi sínum sem kallast endómetríósa, þeim áhrifum sem hann hefur og erfileikunum við það að eignast barn. Sindri Sindrason ræddi við Þórunni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er 29 ára í dag og þegar ég var 25 ára var ég greind með endómetríósu og var ég búin að finna fyrir einkennum síðan ég var svona 21 árs,“ segir Þórunn. „Ég var eitthvað búin að google því ég var svo sárþjáð þegar ég var með þessi einkenni. Ég endaði oft á heimasíðu samtaka um endómetríósu en síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið og það eina sem ég hugsaði er að núna hringi ég á sjúkrabíl.“Mikið áfall Legslímuflakk eða endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegur kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Frumurnar sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærunum og mynda þar legslímuflakk sem síðan veldur bólgum og blöðrumyndun. Frumurnar í legslímuflakki bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkt og þær gera á sínum eðlilega stað í leginu og blæðingar eiga sér stað. Í staðinn fyrir að fara út úr líkamanum kemst blóðið ekki í burtu og myndast oft blöðrur á þessum stöðum.Þórunn opnar sig um sjúkdóminn.„Fyrsta aðgerðin var gerð 2015 og hún er bara gerð til að greina sjúkdóminn og þá er bara rétt verið að skoða því læknar vilja sjá sjúkdóminn. Þarna fer ég í aðgerð til að greina sjúkdóminn og er aðeins verið að brenna fyrir einhverja samgróninga. Maður er eiginlega bara á getnaðarvörn til að halda þessu niðri þangað til maður fer í aðgerð. Læknirinn segir við mig að ég ætti strax að fara huga að barneignum því það gæti orðið vandamál. Þarna fer ég í algjört áfall og aldrei vitað að þetta yrði eitthvað vandamál.“ Hún segir að þarna hafi hún verið í sambandi með Harry Sampsted í um eitt ár. „Þetta var rosalega snemmt í okkar sambandi en ég verð ólétt strax en ég missi þá fóstur. Þó að þetta hafi verið ógeðslega leiðinlegt þá var alltaf smá vonarglæta að þetta myndi ganga.“Hefur hjálpað fjölmörgum konum Þarna var Þórunn búin að fara í eina aðgerð og fór síðan í aðra árið 2017. „Legið mitt var eiginlega samgróið við ristilinn og þar er verið að losa allt í sundur. Þar er farið inn í eggjastokk, blaðra tekin og allt gert og ég hef eiginlega verið einkennalaus síðan,“ segir Þórunn og bætir við að þarna hafi þau aftur reynt að verða ólétt. Þeim var bent á það að reyna í þrjá mánuði en síðan væri sniðugt að athuga með aðra möguleika eins og glasa frjóvgun. Eftir tæplega þrjá mánuði varð Þórunn síðan ólétt og gleðin því mikil. Þórunn vill opna umræðuna um þennan nýviðurkennda sjúkdóm. „Fyrir konur sem eru kannski yngri en ég og vita ekki hvað er að hrjá þær. Ég veit það nú þegar að ég er búin að hjálpa ótrúlega mörgum konum eftir að ég opnaði mig með þetta. Það er ekkert eðlilegt að vera með brjálæðislega mikla túrverki svo þú getir ekki stundað vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Þórunni.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira