Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:36 Helga Vala Helgadóttir sagðist Vísir/Vilhelm Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01