Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2018 21:16 Logi Einarsson segir að yfirlýsingar um meint hrossakaup með sendiherrastöður verði ræddar á þinginu. vísir/vilhelm Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra. Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra.
Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17