Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2018 11:31 Dmitry Peskov, talsmaður Pútín. EPA/SERGEI CHIRIKOV Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. Herlögin voru samþykkt af þingi Úkraínu í gær, í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu sem verið var að sigla til Mariupol. Einhverjir sjóliðar særðust þegar skipin voru hertekin og búist er við því að allir sjóliðarnir 23 verði færðir fyrir dómara seinna í dag.Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi hafa í dag birt myndbönd af úkraínsku sjóliðunum. Einn þeirra las upp tilkynningu um að hann sagði siglingu þeirra hafa verið ógnandi. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur biðlað til yfirvalda Úkraínu og Rússlands að sýna stillingu og stakk upp á því að Þýskaland, Frakkland, Rússland og Úkraína gætu unnið saman til að leysa deiluna. Peskov gaf þó lítið fyrir það og sagði enga þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að miðla málum. Hann sagði Rússa líta á málið sem einfalt brot á lögsögu þeirra. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð fyrir fram með aðkomu vesturvelda og markmiðið væri að auka hervæðingu Asóvshafs, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir því.#Polyanskiy: This #Ukrainian provocation has been planned in advance with a full connivance of #Western states which have given carte blanche to any actions of #Kiev.Over the past months Kiev has been fueling the issue of so-called militarization of the Azov Sea with #US support. pic.twitter.com/3l2QC74uH5 — Russian Mission UN (@RussiaUN) November 26, 2018 Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Áðurnefnd herlög verða í gildi í 30 daga í tíu héruðum Úkraínu. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að veruleg hætta væri á innrás Rússa. Gagnrýnendur forsetans óttast þó að hann muni nota herlögin til að koma í veg fyrir að forsetakosningar verði haldnar í mars, eins og til stendur. Poroshenko þykir óvinsæll í Úkraínu, samkvæmt BBC, en hefur þvertekið fyrir að vilja koma í veg fyrir kosningarnar. Rússland Úkraína Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. Herlögin voru samþykkt af þingi Úkraínu í gær, í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu sem verið var að sigla til Mariupol. Einhverjir sjóliðar særðust þegar skipin voru hertekin og búist er við því að allir sjóliðarnir 23 verði færðir fyrir dómara seinna í dag.Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi hafa í dag birt myndbönd af úkraínsku sjóliðunum. Einn þeirra las upp tilkynningu um að hann sagði siglingu þeirra hafa verið ógnandi. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur biðlað til yfirvalda Úkraínu og Rússlands að sýna stillingu og stakk upp á því að Þýskaland, Frakkland, Rússland og Úkraína gætu unnið saman til að leysa deiluna. Peskov gaf þó lítið fyrir það og sagði enga þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að miðla málum. Hann sagði Rússa líta á málið sem einfalt brot á lögsögu þeirra. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð fyrir fram með aðkomu vesturvelda og markmiðið væri að auka hervæðingu Asóvshafs, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir því.#Polyanskiy: This #Ukrainian provocation has been planned in advance with a full connivance of #Western states which have given carte blanche to any actions of #Kiev.Over the past months Kiev has been fueling the issue of so-called militarization of the Azov Sea with #US support. pic.twitter.com/3l2QC74uH5 — Russian Mission UN (@RussiaUN) November 26, 2018 Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Áðurnefnd herlög verða í gildi í 30 daga í tíu héruðum Úkraínu. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að veruleg hætta væri á innrás Rússa. Gagnrýnendur forsetans óttast þó að hann muni nota herlögin til að koma í veg fyrir að forsetakosningar verði haldnar í mars, eins og til stendur. Poroshenko þykir óvinsæll í Úkraínu, samkvæmt BBC, en hefur þvertekið fyrir að vilja koma í veg fyrir kosningarnar.
Rússland Úkraína Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira