Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2018 21:00 Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15