Óvenju margar ábendingar frá neytendum vegna Svarta föstudagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 18:43 Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Getty/Burak Karademir Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45
Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent