Segja nýjar siðareglur sambandsins vonbrigði Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2018 08:30 Líney Rut Halldórsdóttir Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Blátt áfram og sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, undrast að í nýsamþykktum siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sé ekki minnst á kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. „Ég get ekki annað sagt en að þetta séu mikil vonbrigði. Ég hefði vonast til að settur hefði verið skýr rammi um kynferðisofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram. „Ég myndi mæla með að þetta yrði endurskoðað þar sem dæmin sanna að þetta gerist í íþróttum eins og annars staðar og við þurfum að horfa á þetta með þeim augum að þarna er viðkvæmur hópur, börn og unglingar.“ Endurskoðaðar siðareglur íþróttasambandsins voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar um miðjan mánuðinn og er aðilum sambandsins gert skylt að taka siðareglurnar til sín og setja sér hegðurnarviðmið sem falli að siðareglunum.Hafdís Inga Hinriksdóttir.Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir nýsamþykktar siðareglur hafa verið unnar í samvinnu við siðfræðing og að svona siðareglur geti aldrei tæpt á öllum málum. Hún telur ákvæði siðareglnanna ná vel yfir kynferðisofbeldi. „Bæði fyrsta og þriðja greinin geta vel átt við kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þessar siðareglur eru viðmið fyrir félög og það er ekki hægt að telja upp alla mögulega hluti í þeim,“ segir Líney Rut. Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, hefur unnið að þessum málum um nokkra hríð og skoðað sérstaklega málefni íþróttahreyfingarinnar. Hún segir afar mikilvægt að íþróttahreyfingin taki þessa tegund ofbeldis föstum tökum. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarin misseri, og íþróttahreyfingin er ekkert undanskilin þeirri umræðu, hefði maður haldið að skerpa hefði átt á slíkum þáttum í siðareglum regnhlífarsamtaka íslenskra íþrótta,“ segir Hafdís Inga. „Við höfum náð miklum árangri á ýmsum sviðum íþrótta í gegnum tíðina og því er mikilvægt að ganga á undan með góðu fordæmi og skýrri sýn á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eigi ekki að líðast innan íslenskra íþrótta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Blátt áfram og sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, undrast að í nýsamþykktum siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sé ekki minnst á kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. „Ég get ekki annað sagt en að þetta séu mikil vonbrigði. Ég hefði vonast til að settur hefði verið skýr rammi um kynferðisofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram. „Ég myndi mæla með að þetta yrði endurskoðað þar sem dæmin sanna að þetta gerist í íþróttum eins og annars staðar og við þurfum að horfa á þetta með þeim augum að þarna er viðkvæmur hópur, börn og unglingar.“ Endurskoðaðar siðareglur íþróttasambandsins voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar um miðjan mánuðinn og er aðilum sambandsins gert skylt að taka siðareglurnar til sín og setja sér hegðurnarviðmið sem falli að siðareglunum.Hafdís Inga Hinriksdóttir.Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir nýsamþykktar siðareglur hafa verið unnar í samvinnu við siðfræðing og að svona siðareglur geti aldrei tæpt á öllum málum. Hún telur ákvæði siðareglnanna ná vel yfir kynferðisofbeldi. „Bæði fyrsta og þriðja greinin geta vel átt við kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þessar siðareglur eru viðmið fyrir félög og það er ekki hægt að telja upp alla mögulega hluti í þeim,“ segir Líney Rut. Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, hefur unnið að þessum málum um nokkra hríð og skoðað sérstaklega málefni íþróttahreyfingarinnar. Hún segir afar mikilvægt að íþróttahreyfingin taki þessa tegund ofbeldis föstum tökum. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarin misseri, og íþróttahreyfingin er ekkert undanskilin þeirri umræðu, hefði maður haldið að skerpa hefði átt á slíkum þáttum í siðareglum regnhlífarsamtaka íslenskra íþrótta,“ segir Hafdís Inga. „Við höfum náð miklum árangri á ýmsum sviðum íþrótta í gegnum tíðina og því er mikilvægt að ganga á undan með góðu fordæmi og skýrri sýn á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eigi ekki að líðast innan íslenskra íþrótta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Sjá meira