Pútín á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2018 01:00 Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel. Flóahreppur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel.
Flóahreppur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira