Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 16:55 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00