Íris segir sjálfsfróun kvenna vera tabú Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2018 14:30 Íris hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir er bókmenntafræðingur og leikhúskona og stofnaði meðal annars leikhúsið Norðurpólinn. Íris var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar List án landamæra og einnig lauk hún námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands en í dag er hún í MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Og í því námi rannsakar hún kynhegðun fólks með áherslu á kynhegðun og sjálfsfróun kvenna og er hún að gefa út bók með sjálfsfróunarsögum íslenskra kvenna. Vala Matt ræddi við Írisi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir að umræðan um kynlíf og sjálfsfróun kvenna vera ábótavant. Karlmenn ræði þessi mál ófeimnir en konurnar virðast oft skammast sín. Konur eru aldar upp við það að þetta umræðuefni sé ekki nógu kvenlegt eða hreinlega boðlegt ungum konum á meðan strákarnir verða karlmannlegir í augum annarra þegar þeir ræða sitt kynlíf og sína sjálfsfróun og ekkert þykir sjálfsagðara.Voru skrýtnar að ræða þetta „Þetta efni hefur eiginlega alltaf verið mér mjög hugleikið og það má alveg rekja þetta alveg niður í það þegar ég er sjálf unglingur,“ segir Íris. „Þá erum við vinkonurnar að tala um sjálfsfróun og erum bara mjög öruggar í því. Svo byrjar umræðan að vera meiri í kringum okkur en það eru bara strákar að tala um þetta. Við vorum bara flott, við skulum líka tala um þetta en það var ekki alveg tekið nægilega vel í það. Við finnum alveg fyrir því að við erum pínu skrýtnar að vera ræða þetta og það sé einhver skekkja þarna.“ Íris segist þá hafa rekist á rannsókn þar sem hlutföllin milli kynja séu mjög skökk. „Konur hafa ekki jafn mikið tilkall til umræðunnar þegar kemur að sjálfsfróun eða kynlífi og eigum að vera svo dannaðar, penar og fínar,“ segir Íris sem hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Íris segir að það þurfi að breyta þessari umræðu og opna þannig að konur hafi sama frelsi og karlmenn. Hér að neðan má sjá viðtalið við Írisi. Kynlíf Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir er bókmenntafræðingur og leikhúskona og stofnaði meðal annars leikhúsið Norðurpólinn. Íris var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar List án landamæra og einnig lauk hún námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands en í dag er hún í MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Og í því námi rannsakar hún kynhegðun fólks með áherslu á kynhegðun og sjálfsfróun kvenna og er hún að gefa út bók með sjálfsfróunarsögum íslenskra kvenna. Vala Matt ræddi við Írisi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir að umræðan um kynlíf og sjálfsfróun kvenna vera ábótavant. Karlmenn ræði þessi mál ófeimnir en konurnar virðast oft skammast sín. Konur eru aldar upp við það að þetta umræðuefni sé ekki nógu kvenlegt eða hreinlega boðlegt ungum konum á meðan strákarnir verða karlmannlegir í augum annarra þegar þeir ræða sitt kynlíf og sína sjálfsfróun og ekkert þykir sjálfsagðara.Voru skrýtnar að ræða þetta „Þetta efni hefur eiginlega alltaf verið mér mjög hugleikið og það má alveg rekja þetta alveg niður í það þegar ég er sjálf unglingur,“ segir Íris. „Þá erum við vinkonurnar að tala um sjálfsfróun og erum bara mjög öruggar í því. Svo byrjar umræðan að vera meiri í kringum okkur en það eru bara strákar að tala um þetta. Við vorum bara flott, við skulum líka tala um þetta en það var ekki alveg tekið nægilega vel í það. Við finnum alveg fyrir því að við erum pínu skrýtnar að vera ræða þetta og það sé einhver skekkja þarna.“ Íris segist þá hafa rekist á rannsókn þar sem hlutföllin milli kynja séu mjög skökk. „Konur hafa ekki jafn mikið tilkall til umræðunnar þegar kemur að sjálfsfróun eða kynlífi og eigum að vera svo dannaðar, penar og fínar,“ segir Íris sem hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Íris segir að það þurfi að breyta þessari umræðu og opna þannig að konur hafi sama frelsi og karlmenn. Hér að neðan má sjá viðtalið við Írisi.
Kynlíf Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira