Golf

Sjáðu heimildarþátt HBO um einvígi Tiger og Phil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil og Tiger takast í hendur á blaðamannafundi fyrr í vikunni.
Phil og Tiger takast í hendur á blaðamannafundi fyrr í vikunni. Vísir/Getty
Í kvöld fer fram einvígi Tiger Woods og Phil Mickelson í Las Vegas. Um stakan viðburð er að ræða þar sem sigurvegari eftir átján holur fær níu milljónir dollara, um 1,1 milljarð króna í vasann.

Eins og áður hefur verið fjallað um verða þó ýmis hliðarveðmál í gangi þar sem kylfingarnir leggja sinn eigin pening að veði en þó mun það allt renna til góðgerðarmála.

Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO gerði heimildamynd um einvígið og undirbúning kylfinganna fyrir kvöldið og sýndi fyrr í þessum mánuði. Þátturinn hefur nú verið birtur á Youtube-rás HBO og má sjá hér fyrir neðan.

Í heimildaþættinum er farið á bak við tjöldin þegar kapparnir undirbúa sig fyrir einvígið en báðir hafa náð mögnuðum árangri á sínum ferli og því um einstæðan viðburð að ræða.

Útsending Golfstöðvarinnar hefst með upphitun klukkan 19.00 í kvöld og einvígið sjálft, The Match, hefst svo klukkan 20.00. Í útsendingunni verður notað við ýmsa tækni sem ekki hefur verið gert áður í útsendingum frá golfmótum, svo sem drónaskot auk þess sem að báðir kylfingar og kylfusveinar þeirra verða með hljóðnema á sér.

Hægt verður að kaupa útsendinguna sem stakan viðburðum í myndlyklum Vodafone og Símans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×