Heilbrigðisráðherra vill skoða mál pólsks talmeinafræðings Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 20:30 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða mál talmeinafræðings frá Póllandi, sem ekki fær starfsleyfi á Íslandi þar sem enginn íslenskur yfirmaður getur staðfest íslenskukunnáttu hans. Talmeinafræðingurinn fékk upphaflega bráðabirgðaleyfi sem ekki hefur verið endurnýjað. Pawel Bartoszek varaþingmaður Viðreisnar tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fái ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni vegna þess að íslenskir talmeinafræðingar hvorki vilji né geti veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Í Fréttablaðinu kom fram að þetta þýddi að börn af pólskum uppruna fái talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. En Gotthardt hefur engan íslenskan yfirmann sem lögin krefjast að votti íslenskukunnáttu hennar. „Og því miður er þessi saga ekki einsdæmi. Ég þekki fleiri svona dæmi þar sem kerfið sem ráðherrann ber ábyrgð á er alls ekki að reyna að hjálpa fólki að öðlast réttindi í samræmi við menntun sína. Eiga erlendir menntaðir talmeinafræðingar, næringarfræðingar og sálfræðingar að skúra og afgreiða á börum á meðan kerfið japlar á umsóknum þeirra,” spurði Pawel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði málið anga samfélags sem lengst af hafi búið við eina menningu og eitt tungumál sem betur fer væri það að breytast. „En sem betur fer erum við nú að fara inn í samfélag þar sem fjölmenning er viðurkennd og eftirsóknarverð,” sagði heilbrigðisráðherra. Samfélagið þyrfti því að aðlaga lög, reglugerðir og framkvæmd mála enda hafi menntamálaráðherra boðað lagabreytingar í þessa átt. Skoða þurfi þessi mál í heild og gæta öryggishagsmuna sjúklinga t.d. varðandi heilbrigðisstarfsmenn. „En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn háttvirts þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða mál talmeinafræðings frá Póllandi, sem ekki fær starfsleyfi á Íslandi þar sem enginn íslenskur yfirmaður getur staðfest íslenskukunnáttu hans. Talmeinafræðingurinn fékk upphaflega bráðabirgðaleyfi sem ekki hefur verið endurnýjað. Pawel Bartoszek varaþingmaður Viðreisnar tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fái ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni vegna þess að íslenskir talmeinafræðingar hvorki vilji né geti veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Í Fréttablaðinu kom fram að þetta þýddi að börn af pólskum uppruna fái talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. En Gotthardt hefur engan íslenskan yfirmann sem lögin krefjast að votti íslenskukunnáttu hennar. „Og því miður er þessi saga ekki einsdæmi. Ég þekki fleiri svona dæmi þar sem kerfið sem ráðherrann ber ábyrgð á er alls ekki að reyna að hjálpa fólki að öðlast réttindi í samræmi við menntun sína. Eiga erlendir menntaðir talmeinafræðingar, næringarfræðingar og sálfræðingar að skúra og afgreiða á börum á meðan kerfið japlar á umsóknum þeirra,” spurði Pawel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði málið anga samfélags sem lengst af hafi búið við eina menningu og eitt tungumál sem betur fer væri það að breytast. „En sem betur fer erum við nú að fara inn í samfélag þar sem fjölmenning er viðurkennd og eftirsóknarverð,” sagði heilbrigðisráðherra. Samfélagið þyrfti því að aðlaga lög, reglugerðir og framkvæmd mála enda hafi menntamálaráðherra boðað lagabreytingar í þessa átt. Skoða þurfi þessi mál í heild og gæta öryggishagsmuna sjúklinga t.d. varðandi heilbrigðisstarfsmenn. „En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn háttvirts þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira