Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2018 15:18 Írafár hefur verið um Birgittu undanfarna daga og svo virðist sem margur bókakaupandinn hafi svarað kallinu. Fljótt á litið virðast Íslendingar afar íhaldssamir þegar kemur að lesefni. Enn eru það Arnaldur og Yrsa, glæpasagnakonungur og glæpasagnadrottning, sem bítast um efsta sætið. Fyrsti bóksölulisti ársins hefur nú litið dagsins ljós. Hann er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) og tekur til bóksölu dagana 1. til 20. nóvember. Þar eru sölutölur frá flestum þeirra búða sem höndla með bækur. „Þarna skoðum við söluna bæði í heild og út frá ýmsum flokkum að ógleymdum árs-sölulistanum sem tekinn er saman í lokin og sýnir stöðu bóka miðað við heildarsölu ársins,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút.Barnabækur einkennandi fyrir aðallistann Hún segir að ekki séu margir eða óþekktir höfundar á listanum sem telur söluna þessa fyrstu þrjár vikur í nóvember. Það gæti þó breyst því nýjar bækur eru enn að streyma í verslanir og því ekki ólíklegt að röðin eigi eftir að riðlast á næstu vikum.Íslenskir lesendur eru íhaldssamir og sýna sínum glæpasagnahöfundum tryggð. Ragnar er að mjaka sér á milli kóngs og drottningar: Arnaldar og Yrsu.Ekki síst eru það barnabækur sem einkenna topp 20 aðal bóksölulistann. Og þar er Birgitta Haukdal, sem hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu vegna óvarlegrar ímyndar að mati sumra sem dregin er upp af hjúkrunarfræðingum, með tvær bækur á lista. Sú gagnrýni sem Birgitta hefur mátt sæta hefur hins vegar mætt harðri andstöðu, ýmsir hafa á samfélagsmiðlum hvatt til þess að til að mótmæla slíku sé vert að fara og kaupa bækur Birgittu. Og einhverjir gætu hafa svarað því kalli samkvæmt þessu.Glæpasögurnar halda sínu Og svo eru það glæpasögurnar sem alltaf virðast eiga jafn góðu gengi að fagna. „Ragnar Jónasson hefur klifrað ofar á vinsældalista með hverju árinu,“ segir Bryndís og útskýrir að bók Arnaldar hafi komið snemma í verslanir og hefur því selst töluvert.Ásdís Halla er til alls líkleg. Tvísaga hennar í fyrra hlaut lofsamlegar viðtökur og Hornauga hefur vakið verulega athygli.ásdís„Eins og sjá má á uppsafnaða listanum þar sem Arnaldur stekkur beint í 3 sæti yfir mest seldu bækur ársins til þessa. Þar má líka sjá eina af fjórum bókum Ævars Þórs Benediktssonar, sem út hafa komið á árinu. Ekki er ólíklegt að samanlagður fjöldi þessara fjögurra titla muni ógna toppsæti árslistans þegar upp verður staðið, en þannig teljum við nú samt ekki nema til gamans.“Ásdís Halla til alls vís Bryndís metur það svo að skáldarimman á toppi metsölulistanna verði svo líklega á milli nýbakaðs Norðurlandameistara í bókmenntum, Auðar Övu og Hallgríms Helgasonar. „Verk þeirra hafa verið stjörnum prýdd og blessuð af öllum gagnrýnendum svo spennandi verður að fylgjast með gengi þeirra.“ Og, Ásdís Halla virðist halda áfram að stela senunni í ævisagnadeildinni. „Og svolítið merkilegt að sjá að Tvísaga, metsölubókin sem hún sendi frá sér í fyrra er 10. mest selda ævisagan það sem af er nóvember í ár. Og hún er ekki einu sinni komin út í kilju,“ segir Bryndís.Topplistinn : söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-20. nóvember Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þorpið - Ragnar Jónasson Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Fallegu lögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Dagbók Kidda klaufa 10 - Jeff Kinney Henri - Rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson Miðnæturgengið - David Walliams Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær JúlíussonBeint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir Íslensk skáldverk Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Ör - Auður Ava Ólafsdóttir Krýsuvík - Stefán Máni Heklugjá - Ófeigur Sigurðsson Svik - Lilja Sigurðardóttir Stormfuglar - Einar Kárason Þýdd skáldverk Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Dag einn í desember - Joise Silver Mín sök - Clare Machintosh Sænsk gúmmístígvél - Henning Mankell Lífið heldur áfram - Winne Li Becombergageðsjúkrahúsið - Sara Stridsberg Litla bakaríið við Strandgötu - Jenny Colgan Stúlkan með snjóinn í hárinu - Ninni Schulman Ég veit hvar þú átt heima - Unni Lindell Saga tveggja borga - Charles Dickens Ljóð Sálumessa - Gerður Kristný Haustaugu - Hannes Pétursson Ljóðaúrval - Jónas Hallgrímsson - Jónas Hallgrímsson Vetrarland - Valdimar Tómasson Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir Hryggdýr - Sigurbjörg Þrastardóttir Ljóð muna - Sigurður Pálsson Vammfirring - Þórarinn Eldjárn Rof - Bubbi Morthens Í bakkafullan lækinn - Bjarni Bjarnason Barnabækur - skáldverkÞitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Fallegu lögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Dagbók Kidda klaufa 10 - Jeff Kinney Henri - Rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson Miðnæturgengið - David Walliams Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Barnafræði- og handbækur Jólaföndur - fjólublá / blá Aldrei snerta skrímsli! Litla límmiðabókin - Einhyrningar Settu saman allan heiminn - Leon Gray Verkfærasett smiðsins Brandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson Spurningabókin 2018 - Guðjón Ingi Eiríksson Fyrstu orðin púsl og bók Slímbók Sprengju-Kötu - Katrín Lilja Sigurðardóttir Star Wars: Tilraunir - Disney Ungmennabækur Ljónið - Hildur Knútsdóttir Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten Norrænu goðin - Johan Egerkranz Fótboltaspurningar 2018 - Bjarni Þór Guðjónsson Hefnd - Kári Valtýsson Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson Sjúklega súr saga - Sif Sigmarsdóttir Bækur duftsins - Philip Pullman Fræði og almennt efni Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær JúlíussonBeint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson LKL 2 - Gunnar Már Sigfússon Hvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe Geggjaðar gátur og góðar - Guðjón Ingi Eiríksson Fyrstu mánuðirnir - ráðin hennar Önnu ljósu - Anna Eðvaldsdóttir Hvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir Ævisögur Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson Ástin, drekinn og dauðinn - Vilborg Davíðsdóttir Hundakæti - Þorsteinn Vilhjálmsson Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar - Theódór Gunnlaugsson Nú - nú, óskráð saga - hljóðbók - Steinþór Þórðarson segir frá Amma - draumar í lit - Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Tvísaga - Ásdís Halla Bragadóttir Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018 Þorsti - Jo Nesbø Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Ofurhetjuvíddin - Ævar Þór Benediktsson Marrið í stiganum - Eva Björg Ægisdóttir Uppgjör - Lee Child Uppruni - Dan Brown Vegahandbókin 2018 - Steindór Steindórsson Mið-Austurlönd- Magnús Þorkell Bernharðsson Hvolpasveitin - litabók Bókmenntir Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fljótt á litið virðast Íslendingar afar íhaldssamir þegar kemur að lesefni. Enn eru það Arnaldur og Yrsa, glæpasagnakonungur og glæpasagnadrottning, sem bítast um efsta sætið. Fyrsti bóksölulisti ársins hefur nú litið dagsins ljós. Hann er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) og tekur til bóksölu dagana 1. til 20. nóvember. Þar eru sölutölur frá flestum þeirra búða sem höndla með bækur. „Þarna skoðum við söluna bæði í heild og út frá ýmsum flokkum að ógleymdum árs-sölulistanum sem tekinn er saman í lokin og sýnir stöðu bóka miðað við heildarsölu ársins,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút.Barnabækur einkennandi fyrir aðallistann Hún segir að ekki séu margir eða óþekktir höfundar á listanum sem telur söluna þessa fyrstu þrjár vikur í nóvember. Það gæti þó breyst því nýjar bækur eru enn að streyma í verslanir og því ekki ólíklegt að röðin eigi eftir að riðlast á næstu vikum.Íslenskir lesendur eru íhaldssamir og sýna sínum glæpasagnahöfundum tryggð. Ragnar er að mjaka sér á milli kóngs og drottningar: Arnaldar og Yrsu.Ekki síst eru það barnabækur sem einkenna topp 20 aðal bóksölulistann. Og þar er Birgitta Haukdal, sem hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu vegna óvarlegrar ímyndar að mati sumra sem dregin er upp af hjúkrunarfræðingum, með tvær bækur á lista. Sú gagnrýni sem Birgitta hefur mátt sæta hefur hins vegar mætt harðri andstöðu, ýmsir hafa á samfélagsmiðlum hvatt til þess að til að mótmæla slíku sé vert að fara og kaupa bækur Birgittu. Og einhverjir gætu hafa svarað því kalli samkvæmt þessu.Glæpasögurnar halda sínu Og svo eru það glæpasögurnar sem alltaf virðast eiga jafn góðu gengi að fagna. „Ragnar Jónasson hefur klifrað ofar á vinsældalista með hverju árinu,“ segir Bryndís og útskýrir að bók Arnaldar hafi komið snemma í verslanir og hefur því selst töluvert.Ásdís Halla er til alls líkleg. Tvísaga hennar í fyrra hlaut lofsamlegar viðtökur og Hornauga hefur vakið verulega athygli.ásdís„Eins og sjá má á uppsafnaða listanum þar sem Arnaldur stekkur beint í 3 sæti yfir mest seldu bækur ársins til þessa. Þar má líka sjá eina af fjórum bókum Ævars Þórs Benediktssonar, sem út hafa komið á árinu. Ekki er ólíklegt að samanlagður fjöldi þessara fjögurra titla muni ógna toppsæti árslistans þegar upp verður staðið, en þannig teljum við nú samt ekki nema til gamans.“Ásdís Halla til alls vís Bryndís metur það svo að skáldarimman á toppi metsölulistanna verði svo líklega á milli nýbakaðs Norðurlandameistara í bókmenntum, Auðar Övu og Hallgríms Helgasonar. „Verk þeirra hafa verið stjörnum prýdd og blessuð af öllum gagnrýnendum svo spennandi verður að fylgjast með gengi þeirra.“ Og, Ásdís Halla virðist halda áfram að stela senunni í ævisagnadeildinni. „Og svolítið merkilegt að sjá að Tvísaga, metsölubókin sem hún sendi frá sér í fyrra er 10. mest selda ævisagan það sem af er nóvember í ár. Og hún er ekki einu sinni komin út í kilju,“ segir Bryndís.Topplistinn : söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-20. nóvember Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þorpið - Ragnar Jónasson Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Fallegu lögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Dagbók Kidda klaufa 10 - Jeff Kinney Henri - Rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson Miðnæturgengið - David Walliams Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær JúlíussonBeint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir Íslensk skáldverk Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Ör - Auður Ava Ólafsdóttir Krýsuvík - Stefán Máni Heklugjá - Ófeigur Sigurðsson Svik - Lilja Sigurðardóttir Stormfuglar - Einar Kárason Þýdd skáldverk Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Dag einn í desember - Joise Silver Mín sök - Clare Machintosh Sænsk gúmmístígvél - Henning Mankell Lífið heldur áfram - Winne Li Becombergageðsjúkrahúsið - Sara Stridsberg Litla bakaríið við Strandgötu - Jenny Colgan Stúlkan með snjóinn í hárinu - Ninni Schulman Ég veit hvar þú átt heima - Unni Lindell Saga tveggja borga - Charles Dickens Ljóð Sálumessa - Gerður Kristný Haustaugu - Hannes Pétursson Ljóðaúrval - Jónas Hallgrímsson - Jónas Hallgrímsson Vetrarland - Valdimar Tómasson Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir Hryggdýr - Sigurbjörg Þrastardóttir Ljóð muna - Sigurður Pálsson Vammfirring - Þórarinn Eldjárn Rof - Bubbi Morthens Í bakkafullan lækinn - Bjarni Bjarnason Barnabækur - skáldverkÞitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Fallegu lögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Dagbók Kidda klaufa 10 - Jeff Kinney Henri - Rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson Miðnæturgengið - David Walliams Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Barnafræði- og handbækur Jólaföndur - fjólublá / blá Aldrei snerta skrímsli! Litla límmiðabókin - Einhyrningar Settu saman allan heiminn - Leon Gray Verkfærasett smiðsins Brandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson Spurningabókin 2018 - Guðjón Ingi Eiríksson Fyrstu orðin púsl og bók Slímbók Sprengju-Kötu - Katrín Lilja Sigurðardóttir Star Wars: Tilraunir - Disney Ungmennabækur Ljónið - Hildur Knútsdóttir Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten Norrænu goðin - Johan Egerkranz Fótboltaspurningar 2018 - Bjarni Þór Guðjónsson Hefnd - Kári Valtýsson Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson Sjúklega súr saga - Sif Sigmarsdóttir Bækur duftsins - Philip Pullman Fræði og almennt efni Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær JúlíussonBeint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson LKL 2 - Gunnar Már Sigfússon Hvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe Geggjaðar gátur og góðar - Guðjón Ingi Eiríksson Fyrstu mánuðirnir - ráðin hennar Önnu ljósu - Anna Eðvaldsdóttir Hvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir Ævisögur Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson Ástin, drekinn og dauðinn - Vilborg Davíðsdóttir Hundakæti - Þorsteinn Vilhjálmsson Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar - Theódór Gunnlaugsson Nú - nú, óskráð saga - hljóðbók - Steinþór Þórðarson segir frá Amma - draumar í lit - Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Tvísaga - Ásdís Halla Bragadóttir Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018 Þorsti - Jo Nesbø Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Ofurhetjuvíddin - Ævar Þór Benediktsson Marrið í stiganum - Eva Björg Ægisdóttir Uppgjör - Lee Child Uppruni - Dan Brown Vegahandbókin 2018 - Steindór Steindórsson Mið-Austurlönd- Magnús Þorkell Bernharðsson Hvolpasveitin - litabók
Bókmenntir Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira