„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 13:22 Verslanir Elko eru meðal þeirra sem tekið hafa hinum svokallaða Svarta föstudegi fagnandi. Vísir/vilhelm Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu. Neytendur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu.
Neytendur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira