Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2018 12:40 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust. vísir/vilhelm Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira