Rúmlega 100 milljónir enn ósóttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 10:24 Það er af sem áður var. Vísir/Vilhelm Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna. Alls áttu þeir um 231 milljón króna á reikningum sínum þegar afhending ganganna frá Speli til ríkisins átti sér stað í lok september en hafa síðan þá sótt um 120 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu eru viðskiptavinir Spalar hvattir til að skila veglyklum og áskriftarmiðum fyrir lok nóvember, enda sé stefnt að því að ljúka uppgjöri við alla þá sem skiluðu lyklum og miðum fyrir áramót. Spölur tekur fram að félagið á umrædda veglykla og endurgreiðir viðskiptavinum sínum fyrir hvern lykil sem er skilað - auk innistæðnanna á áskriftarreikningum. Þeir sem af einhverjum ástæðum skila ekki veglyklum fái þannig engu að síður innistæður sínar greiddar, en ekki skilagjald.Renna til reksturs „Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlutfallslega verr en veglyklar, eins og við var búist. Alls voru 111.000 ónotaðir miðar útistandandi í lok september, þegar Spölur hætti innheimtu veggjalda, að verðmæti um 71 milljón króna. Nú hefur Spölur greitt á átjándu milljón króna fyrir liðlega 27.000 miða,“ segir til upplýsingar í tilkynningu Spalar. Því er þó bætt við að þessar tölur eigi einungis við um frágengin uppgjörsmál en „mun fleiri“ veglyklar og afsláttarmiðar séu komnir í hús og bíða úrvinnslu. „Nokkurn tíma tekur að vinna úr því sem safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar og við bætist svo allt það sem á eftir að skila sér til mánaðarmóta.“ Unnið verður að lokauppgjöri Spalar og frágangi að ýmsu tagi fram á árið 2019. Félaginu verður síðan slitið. Ef einhverjir fjármunir verða eftir í fórum Spalar, eins og ósóttar innistæður viðskiptavina, munu þeir renna til verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna. Alls áttu þeir um 231 milljón króna á reikningum sínum þegar afhending ganganna frá Speli til ríkisins átti sér stað í lok september en hafa síðan þá sótt um 120 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu eru viðskiptavinir Spalar hvattir til að skila veglyklum og áskriftarmiðum fyrir lok nóvember, enda sé stefnt að því að ljúka uppgjöri við alla þá sem skiluðu lyklum og miðum fyrir áramót. Spölur tekur fram að félagið á umrædda veglykla og endurgreiðir viðskiptavinum sínum fyrir hvern lykil sem er skilað - auk innistæðnanna á áskriftarreikningum. Þeir sem af einhverjum ástæðum skila ekki veglyklum fái þannig engu að síður innistæður sínar greiddar, en ekki skilagjald.Renna til reksturs „Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlutfallslega verr en veglyklar, eins og við var búist. Alls voru 111.000 ónotaðir miðar útistandandi í lok september, þegar Spölur hætti innheimtu veggjalda, að verðmæti um 71 milljón króna. Nú hefur Spölur greitt á átjándu milljón króna fyrir liðlega 27.000 miða,“ segir til upplýsingar í tilkynningu Spalar. Því er þó bætt við að þessar tölur eigi einungis við um frágengin uppgjörsmál en „mun fleiri“ veglyklar og afsláttarmiðar séu komnir í hús og bíða úrvinnslu. „Nokkurn tíma tekur að vinna úr því sem safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar og við bætist svo allt það sem á eftir að skila sér til mánaðarmóta.“ Unnið verður að lokauppgjöri Spalar og frágangi að ýmsu tagi fram á árið 2019. Félaginu verður síðan slitið. Ef einhverjir fjármunir verða eftir í fórum Spalar, eins og ósóttar innistæður viðskiptavina, munu þeir renna til verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02