Rothöggið í Sviss virðist hafa dregið úr tiltrú innan liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Strákarnir okkar þakka fyrir stuðninginn á Laugardalsvelli eftir 0-3 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira