Þýska fótboltalandsliðið í mínus á þessu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 11:00 Þýsku dagblöðin eftir að þýska knattspyrnulandsliðið datt óvænt út í riðlakeppni HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti