Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2018 04:29 Gunnar Nelson vann í annarri lotu í nótt. getty Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld. Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar. En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke. Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur. Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.gettyHér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.GettyGunnar fagnar sigri.Getty
Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld. Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar. En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke. Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur. Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.gettyHér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.GettyGunnar fagnar sigri.Getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. 9. desember 2018 06:44 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. 9. desember 2018 06:44