Enski boltinn

Drátturinn fyrir HM kvenna: Íslendingar eiga góðar minningar frá fyrsta leikstað Englands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá drættinum í gær.
Frá drættinum í gær. vísir/getty
Í gær var dregið í riðla fyrir HM kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi næsta sumar en íslenska kvennalandsliðið var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti á mótinu. Í það minnsta í umspili fyrir mótið.

Heimsmeistararnir í Bandaríkjunum eru í F-riðlinum og mæta þar Svíum, Taílandi og Síle. Ætti að vera nokkuð auðvelt verk fyrir heimsmeistaranna að komast upp úr riðlinum.

María Þórisdóttir og samherjar hennar í Noregi eru í riðli með heimastúlkum í Frakklandi, Suður-Kóreu og Nígeríu. Þar ættu að vera ágætis möguleikar fyrir norska liðið að komast áfram.

Enska landsliðið, undir stjórn Phil Neville, er í D-riðlinum með Skotlandi, Argentínu og Japan en fyrsti leikur Englands verður gegn Skotum þann níunda júní í Nice. Íslendingar eiga góðir minningar gegn Englendingum í Nice frá EM 2016.

Spilað verður í Paris ásamt Nice, Montpellier, Rennes, Le Havre, Valenciennes, Reims and Grenoble en fyrsti leikurinn verður leikur Frakka og Suður-Kóreu á Parc des Princes í París.

Riðlarnir í heild sinni:

A-riðill: Frakkland, Suður-Kórea, Noregur, Nígería

B-riðill: Þýskaland, Kína, Spánn, Suður-Afríka

C-riðill: Ástralía, Ítalía, Brasilía, Jamaíka

D-riðill: England, Skotland, Japan, Argentína

E-riðill: Kanada, Nýja-Sjáland, Holland, Kamerún

F-riðill: Bandaríkin, Svíþjóð, Taíland, Sile




Fleiri fréttir

Sjá meira


×