Það er óhætt að segja að klausturmálið svokallaða hafi valdið miklum pólitískum skjálfta, hneykslun og reiði í samfélaginu allt frá því að Stundin birti fyrst fjölmiðla endurrit úr símaupptökum Báru fyrir rúmri viku. Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í ótímabundið leyfi frá þingstörfum og formaður flokksins á mjög í vök að verjast. Þá hafa tveir af fjórum þingmönnum Flokks fólksins verið reknir úr flokknum.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmann Vinstri grænna og Þorstein Víglundsson varaformaður Viðreisnar mæta einnig í Víglínuna til að ræða þessi mál málanna en Rósa Björk og flokksfélagi hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu einnig hjá þegar umdeilt veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar kom til atkvæðagreiðslu á Alþingi í vikunni.
Víglínuþátt helgarinnar má sjá í heild sinni hér að neðan.