Allar tillögur stjórnarandstöðu felldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:30 Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23