Sport

Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
John Kavanagh er alltaf skemmtilegur.
John Kavanagh er alltaf skemmtilegur.
Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt.

Gunnar hefur ekkert náð að æfa með Kavanagh í æfingabúðunum fyrir bardagann en þeir hafa verið í góðu sambandi.

„Við vorum með æfingabúðir í gegnum Skype að þessu sinni. Hann hefur sent mér myndir af æfingabúðunum og ég hef líka fengið mikið frá Luka Jelcic sem er að æfa með honum. Þetta var svolítið öðruvísi núna,“ sagði Írinn viðkunnalegi.

Kavanagh segir að þetta sé gríðarlega mikilvægur bardagi fyrir Gunnar og býst við flottri frammistöðu.

„Þetta er gríðarlega mikilvægur bardagi fyrir Gunna. Hann er nýorðinn þrítugur og þarf á góðum sigri að halda. Það var gott að fá flottan andstæðing. Ef Gunnar stöðvar siglinguna á honum þá kemst hann af stað í átt að titlinum,“ segir Kavanagh.

„Gunni er með allt klárt núna. Bæði andlega og líkamlega. Hæfileikarnir voru alltaf til staðar og nú þurfum við að gera 2019 að ári víkingsins.“

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt.

Þjálfari Gunnars:


MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×