Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 18:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu. Fyrir aftan hann má sjá forseta Alþingis gjóa augunum út í þingsal en ætla má að hann sé að fylgjast með þingkonunum sem þá voru á leið út úr salnum. Mynd/Skjáskot Fjórar þingkonur gengu út úr sal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins steig í ræðustól. Greint var frá þessu á vef RÚV síðdegis. Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. Atvikið átti sér stað á meðan þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlög næsta árs sem samþykkt voru í dag.Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar.Vísir/VilhelmMyndavélar RÚV fönguðu atvikið á filmu en á upptöku má sjá Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknarflokksins, stíga fyrsta úr sæti og ganga út. Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki fylgdi í kjölfarið, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fylgdu á hæla henni í þessari röð. Ekki náðist í Þórunni Egilsdóttur við vinnslu þessarar fréttar en Halla Signý flokkssystir hennar segir í samtali við Vísi að ekkert samráð hafi verið haft um gjörninginn fyrir fram. Þingkonur hafi heldur ekki komið saman til að ræða sérstaklega viðbrögð við Klaustursmálinu og þeim þingmönnum sem hlut eiga að máli. „En þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða. Maður er að standa upp fyrir konum, maður getur ekki meira gert.“ Halla Signý sat ekki á þingi þegar Sigmundur var enn í Framsóknarflokknum, en var þó meðlimur flokksins á þeim tíma. Hún segir aðspurð að andrúmsloftið á þingi í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru birtar hafi verið þungt. „Það er búið að vera erfitt, það er óvissa um það hvernig á að taka á þessu. Mér fannst Lilja ramma þetta mjög vel inn. Hún talaði fyrir hönd þeirra sem þarna urðu fyrir þessu ofbeldi. Það liggur deyfð yfir, það liggur sorg yfir þingheimi.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Fjórar þingkonur gengu út úr sal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins steig í ræðustól. Greint var frá þessu á vef RÚV síðdegis. Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. Atvikið átti sér stað á meðan þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlög næsta árs sem samþykkt voru í dag.Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar.Vísir/VilhelmMyndavélar RÚV fönguðu atvikið á filmu en á upptöku má sjá Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknarflokksins, stíga fyrsta úr sæti og ganga út. Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki fylgdi í kjölfarið, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fylgdu á hæla henni í þessari röð. Ekki náðist í Þórunni Egilsdóttur við vinnslu þessarar fréttar en Halla Signý flokkssystir hennar segir í samtali við Vísi að ekkert samráð hafi verið haft um gjörninginn fyrir fram. Þingkonur hafi heldur ekki komið saman til að ræða sérstaklega viðbrögð við Klaustursmálinu og þeim þingmönnum sem hlut eiga að máli. „En þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða. Maður er að standa upp fyrir konum, maður getur ekki meira gert.“ Halla Signý sat ekki á þingi þegar Sigmundur var enn í Framsóknarflokknum, en var þó meðlimur flokksins á þeim tíma. Hún segir aðspurð að andrúmsloftið á þingi í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru birtar hafi verið þungt. „Það er búið að vera erfitt, það er óvissa um það hvernig á að taka á þessu. Mér fannst Lilja ramma þetta mjög vel inn. Hún talaði fyrir hönd þeirra sem þarna urðu fyrir þessu ofbeldi. Það liggur deyfð yfir, það liggur sorg yfir þingheimi.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59
Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00