Fjárlög næsta árs samþykkt Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. desember 2018 15:23 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í pontu á Alþingi í morgun. Þriðja og síðasta umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í dag. Vísir/Vilhelm Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2019 voru samþykkt á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Alls greiddu 32 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. „Ég er mjög stolt af því að fá að afgreiða þessi fjárlög hér í dag,“ sagði Katrín í ræðustól Alþingis í dag. Töluverður hiti var í umræðum þingmanna Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks annars vegar og úr röðum stjórnarandstöðunnar hins vegar. Sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, að um væri að ræða frumvarp sem lýsti efnahagslegu ábyrgðarleysi og sérhagsmunagæslu. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, var afar ósátt með að öllum átta breytingartillögum flokksins hefði verið hafnað. Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til heilbrigðismála aukin á árinu 2019 þar sem þyngst vega framkvæmdir við nýjan Landspítala en áætlað er að verja 7,2 milljörðum króna til þeirra á næsta ári. Auk þess verða framlög aukin vegna byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila. Alþingi Fjárlög Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2019 voru samþykkt á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Alls greiddu 32 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. „Ég er mjög stolt af því að fá að afgreiða þessi fjárlög hér í dag,“ sagði Katrín í ræðustól Alþingis í dag. Töluverður hiti var í umræðum þingmanna Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks annars vegar og úr röðum stjórnarandstöðunnar hins vegar. Sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, að um væri að ræða frumvarp sem lýsti efnahagslegu ábyrgðarleysi og sérhagsmunagæslu. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, var afar ósátt með að öllum átta breytingartillögum flokksins hefði verið hafnað. Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til heilbrigðismála aukin á árinu 2019 þar sem þyngst vega framkvæmdir við nýjan Landspítala en áætlað er að verja 7,2 milljörðum króna til þeirra á næsta ári. Auk þess verða framlög aukin vegna byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira