Sport

Fjör á fjölmiðladegi UFC | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kanadamennirnir stálu senunni á fundinum.
Kanadamennirnir stálu senunni á fundinum.
Margt fyndið og skemmtilegt gerðist á fjölmiðladegi UFC í gær þar sem átta bardagakappar komu til þess að láta ljós sitt skína.

Þeir allra skemmtilegustu voru þeir Olivier Aubin-Mercier, sem kallar sig kanadíska gangsterinn, og kyntröllið Elias Theodourou. Þeir fóru ansi mikinn og voru bráðskemmtilegir. Claudia Gadelha var einnig góð og ekki síst er hún fékk óvænta spurningu.

Friðrik Salvar Bjarnason hefur klippt saman það skemmtilegasta frá fundinum og syrpuna skemmtilegu má sjá hér að neðan.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.



Klippa: Fjör á fjölmiðladegi UFC
MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli

Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.

Oliveira: Ætla að rota Gunnar í fyrstu lotu

Það vantaði nákvæmlega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Alex Oliveira er við hittum hann í gær og engu líkara en hann búist við auðveldum bardaga. Hann var mjög slakur á því og dansaði um tíma í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×