Sport

Fimmta lotan í Toronto: Svona er lífið hjá UFC-bardagaköppunum

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Henry, Pétur og Haraldur fara yfir málin í Kanada.
Henry, Pétur og Haraldur fara yfir málin í Kanada. vísir/frikki salvar
UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni.

Haraldur er auðvitað faðir og umboðsmaður Gunnars og hefur staðið þétt við hlið sonar síns á hans ferli. Pétur hefur sömuleiðis mikla reynslu af UFC-lífinu eftir að hafa elt Gunnar út um allan heim.

Þeir félagar segja okkur frá því í þættinum hvernig lífið er á bak við tjöldin hjá UFC-bardagaköppunum og auðvitað er einnig spáð í spilin fyrir bardaga Gunnars og Alex Oliveira.

Friðrik Salvar Bjarnason sér um myndatöku.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.



Klippa: Fimmta lotan frá Toronto
MMA

Tengdar fréttir

Oliveira: Ætla að rota Gunnar í fyrstu lotu

Það vantaði nákvæmlega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Alex Oliveira er við hittum hann í gær og engu líkara en hann búist við auðveldum bardaga. Hann var mjög slakur á því og dansaði um tíma í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×